Austurrískur fálkavinur vill lána 10 myndavélar Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2018 06:00 Sótt hefur verið að fálkanum undanfarin ár og eggjaþjófar hafa spillt varpi hans. Í vor verður varpið vaktað með myndavélum. Ólafur K. Nielsen Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fálkasetur Íslands hefur fengið samþykki frá Umhverfisstofnun til þess að setja upp myndavélar við fálkahreiður og reyna þannig að bægja eggjaþjófum frá. Fálkasetrið, sem er frjáls félagsskapur, mun hafa samráð við Náttúrufræðistofnun Íslands um verkefnið. „Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta gangi allt saman vel. Sérstaklega að þessi umræða verði til þess að menn sem hafa haft þetta í huga haldi að sér höndum. Þannig að þetta hafi fælingaráhrif,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur og formaður stjórnar Fálkaseturs. Það sé enginn áhugi á því að standa fólk að verki við að stela eggjum. „Við viljum bara að fólk láti af þessum ósið.“ Hlutverk Náttúrufræðistofnunar verður að koma með tillögur um við hvaða hreiður skuli setja myndavélarnar. Fálkasetrið sér síðan um að afla myndavéla og aðstoða við uppsetningu þeirra og aðra framkvæmd. Nú þegar hefur ein myndavél verið keypt og búið er að koma henni fyrir. „Síðan höfum við verið í samstarfi við austurrískan fálkaáhugamann og -vin. Hann á tíu svona vélar sem hann hefur verið tilbúinn til að lána okkur. Það er ekki búið að koma þeim öllum upp en einhverjum þeirra,“ segir Aðalsteinn.Sjá einnig: Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á ÍslandiFréttablaðið hefur áður greint frá því að vitað er um bónda í Aðaldal sem setti upp myndavél á landareign sinni, þar sem fálkaóðal er. Sumarið eftir að myndavélin var sett upp komust ungar á legg í fyrsta skipti í áratug. Parið kom aftur upp ungum ári seinna. Sú myndavél var ekki sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Aðalsteinn segir að varp sé byrjað hjá fálkanum en ekkert sé hægt að segja til um það á þessu stigi hversu vel það muni heppnast. „Það er ekki búið að heimsækja öll hreiður eða skoða. En undirbúningur að varpi fálka hefst snemma. Kvenfuglinn hættir að veiða í mars og sest við hreiðurklettinn og karlfuglinn ber í hana æti. Fuglinn verpir síðan ekki fyrr en undir miðjan apríl.“ Vitað er að undanfarin ár hafa egg verið tekin úr hreiðrum fálka. Grunur leikur á að blásið sé úr þeim og þau seld söfnurum. Hávær orðrómur er á Húsavík um það hverjir eru að verki, en það hefur ekki verið sannað. Í ágúst í fyrra var karlmaður handtekinn í Norrænu með egg úr sjaldgæfum fuglum. Þar á meðal voru smyrilsegg, en ekki fálkaegg. Mál mannsins var til rannsóknar hjá Tollstjóra, en hefur nú verið sent lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00 Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00 Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Fálkinn Ógn sem nú er særður að jafna sig í Húsdýragarðinum er sá nýjasti í langri röð fálka sem orðið hafa fyrir skoti. Ólafur K. Nielsen fuglafræðingur áætlar að einn af hverjum fjórum þessara alfriðuðu fugla fái í sig skot 16. febrúar 2018 07:00
Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Baráttumenn fyrir verndun íslenska fálkastofnsins safna fyrir myndavélum til að vakta hreiður fálkanna. Bóndi í Aðaldal hefur þegar sett upp myndavél við eitt hreiður sem varð til þess að fálkapar kom upp ungum eftir margra ára bið. 5. apríl 2018 06:00
Fálkavinir finna fyrir samstöðu Nú þegar hefur einn einstaklingur boðist til þess að gefa Fálkasetrinu í Ásbyrgi andvirði myndavélar. 7. apríl 2018 10:00