Karl Pétur leiðir lista Viðreisnar/Neslista á Seltjarnarnesi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 00:00 Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Efstu tvö sæti listans skipa Karl Pétur Jónsson, varabæjarfulltrúi og Hildigunnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi við Kvennaskólann. „Karl Pétur er fæddur í Kópavogi árið 1969. Hann hefur BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, en hefur starfað sem ráðgjafi og hefur víðtæka reynslu af stjórn- málum bæði sem þátttakandi og ráðgjafi. Hann hefur starfað að bæjarmálum á Seltjarnarnesi sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi í skólanefnd og jafnréttis- nefnd. Hann hefur verið virkur í foreldrastarfi í Gróttu, í skóla- og leikskólastarfi allt frá því hann flutti á Nesið fyrir 12 árum. Karl Pétur var aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra og starfað sem ráðgjafi og framkvæmdamaður á sviði stjórnmála, atvinnulífs og menningarmála. Karl Pétur er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttir rekstrarstjóra Fríhafnarinnar og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára,“ segir í tilkynningu um listann. „Hildigunnur Gunnarsdóttir er 59 ára menntunarfræðingur. Hún hefur lengi starfað sem framhaldsskólakennari, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hildigunnur var einn af stofnendum fimleikadeildar Gróttu og fyrsti formaður deildarinnar 1986. Síðasta kjörtímabil var Hildigunnur varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd og öldungaráði og varafulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði. Hún hefur starfað að bæjarmálum frá árinu 2004 og auk ofangreindra nefnda setið í janfréttisnefnd. Hildigunnur er gift Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Hildigunni er umhugað um fagmennsku í stjórnssýslu, menntamál, málefni barna, unglinga og ungmenna, íþróttir og lýðheilsu og málefni eldri Nesbúa.“ Í sætum 3 – 5 á lista Viðreisnar/Neslista sitja:3. Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ4. Rán Ólafsdóttir, laganemi5. Oddur J. Jónasson, þýðandi6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður7. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður Helstu baráttumál Viðreisnar/Neslista er að auka lýðræðislega stjórnarhætti á Seltjarnarnesi, en sami flokkur hefur haft meirihluta í bæjarstjórn í 68 ár. Þá vill Viðreisn/Neslistinn auka metnað í þjónustu við bæjarbúa, einkum í skólamálum. Kynning á stefnu framboðsins fer fram laugadaginn 5. maí. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Viðreisn og Neslistinn bjóða fram sameiginlegan lista í bæjarstjórnarkosningunum á Seltjarnarnesi. Efstu tvö sæti listans skipa Karl Pétur Jónsson, varabæjarfulltrúi og Hildigunnur Gunnarsdóttir, námsráðgjafi við Kvennaskólann. „Karl Pétur er fæddur í Kópavogi árið 1969. Hann hefur BA gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í viðskiptafræði. Hann var aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra í síðustu ríkisstjórn, en hefur starfað sem ráðgjafi og hefur víðtæka reynslu af stjórn- málum bæði sem þátttakandi og ráðgjafi. Hann hefur starfað að bæjarmálum á Seltjarnarnesi sem varabæjarfulltrúi og fulltrúi í skólanefnd og jafnréttis- nefnd. Hann hefur verið virkur í foreldrastarfi í Gróttu, í skóla- og leikskólastarfi allt frá því hann flutti á Nesið fyrir 12 árum. Karl Pétur var aðstoðarmaður félags- og jafnréttismálaráðherra og starfað sem ráðgjafi og framkvæmdamaður á sviði stjórnmála, atvinnulífs og menningarmála. Karl Pétur er kvæntur Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttir rekstrarstjóra Fríhafnarinnar og eiga þau fimm börn á aldrinum sex til tuttugu ára,“ segir í tilkynningu um listann. „Hildigunnur Gunnarsdóttir er 59 ára menntunarfræðingur. Hún hefur lengi starfað sem framhaldsskólakennari, verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi við Kvennaskólann í Reykjavík. Hildigunnur var einn af stofnendum fimleikadeildar Gróttu og fyrsti formaður deildarinnar 1986. Síðasta kjörtímabil var Hildigunnur varabæjarfulltrúi, fulltrúi í skólanefnd og öldungaráði og varafulltrúi í íþrótta- og tómstundaráði. Hún hefur starfað að bæjarmálum frá árinu 2004 og auk ofangreindra nefnda setið í janfréttisnefnd. Hildigunnur er gift Ásbirni Jónssyni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Hildigunni er umhugað um fagmennsku í stjórnssýslu, menntamál, málefni barna, unglinga og ungmenna, íþróttir og lýðheilsu og málefni eldri Nesbúa.“ Í sætum 3 – 5 á lista Viðreisnar/Neslista sitja:3. Björn Gunnlaugsson, kennari og verkefnastjóri hjá Kópavogsbæ4. Rán Ólafsdóttir, laganemi5. Oddur J. Jónasson, þýðandi6. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, blaðamaður7. Ragnar Jónsson, rannsóknarlögreglumaður Helstu baráttumál Viðreisnar/Neslista er að auka lýðræðislega stjórnarhætti á Seltjarnarnesi, en sami flokkur hefur haft meirihluta í bæjarstjórn í 68 ár. Þá vill Viðreisn/Neslistinn auka metnað í þjónustu við bæjarbúa, einkum í skólamálum. Kynning á stefnu framboðsins fer fram laugadaginn 5. maí.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira