Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 12:48 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. vísir/eyþór Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“ Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. Þetta segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, í samtali við Vísi. Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi klukkan 15. Boðað hefur verið til félagsfundur hjá Ljósmæðrafélaginu síðdegis þar sem meðal annars verður kynnt fyrir félagsmönnum umboð sem Ljósmæðrafélagið hefur til þess að boða til verkfalls ljósmæðra innan heilsugæslunnar. Ljósmæður á heilsugæslum veittu umboðið á milli samningafunda að sögn Katrínar. Slíkt verkfall myndi setja mæðravernd í landinu í uppnám en Katrín segir enga ákvörðun liggja fyrir um það hvort boðað verði til verkfalls. Það verði rætt á félagsfundinum í kvöld hver vilji ljósmæðra sé auk þess sem staðan í kjaraviðræðunum eftir fundinn í dag verði kynnt félagsmönnum. Katrín segir að engar stórar fréttir hafi komið fram á samningafundinum í morgun. Ljósmæður hafi hins vegar átt mjög gott samtal vð samninganefndina sem þær hafi saknað hingað til í viðræðunum.Kallar eftir viðbrögðum frá Katrínu og Bjarna „En það er ekkert að koma frá samninganefndinni og ríkisstjórninni, ekkert tilboð eða neitt slíkt,“ segir Katrín og bætir við að samninganefndin hafi sagt að hún hafi ekki umboð til að semja við ljósmæður umfram það sem aðrir innan BHM hafa fengið. Aðspurð hvort að ljósmæður þurfi ekki einfaldlega að draga úr kröfum sínum segir Katrín svo ekki vera. Hún segir kröfur þeirra hófstilltar og sanngjarnar og ekki umfram launaþróun hjá öðrum. Þá kannast Katrín ekki við að ljósmæður séu að fara fram á 200 þúsund króna launahækkun eins og hún segir að nefnt hafi verið í umræðunni. Katrín segir að á fundinum í kvöld verði púlsinn tekinn á félagsmönnum. „Við ætlum að fara yfir stöðuna og kynna það fyrir öllum félagsmönnum að þetta umboð til að boða til verkfalls sé fyrir hendi. Við viljum taka púlsinn á hver er vilji félagsmanna.“ Katrín segist finna fyrir vaxandi reiði og gremju innan raða ljósmæðra. Hún kallar eftir viðbrögðum frá ráðamönnum og nefnir sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. „Manni langar mest bara að standa uppi á steini og hrópa og kalla eftir viðbrögðum frá þessum ráðherrum sem bera ábyrgð. Nú hefur maður ekkert heyrt, ekki bofs, hvorki frá Bjarna né Katrínu, ekkert. En ástandið er alvarlegt og verður enn alvarlegra.“
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Formaður Ljósmæðrafélagsins bjartsýn fyrir samningafund Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins hittast á sáttafundi hjá ríkissáttasemjara í dag en kjaradeila ljósmæðra og ríkis er enn óleyst. 26. apríl 2018 08:47