Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Umskurðarfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi hefur vakið heimsathygli. Vísir/Getty Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04