Plokkarar fylltu poka á alþjóðlegum degi jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Það var mikið tínt af rusli í Norðlingaholti í gær. Vísir/ernir Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Sjá meira
Plokkarar landsins létu ekki sitt eftir liggja á alþjóðlegum degi jarðar í gær og hópuðust út í vorblíðunni og plokkuðu rusl. Síðustu vikur hafa plokkarar tínt fleiri tonn af plasti og sorpi og komið í endurvinnslu. Í gær var markmiðið að hver og einn plokkari tíndi rusl á eins kílómetra löngum kafla og skila þannig fjögur þúsund hreinum kílómetrum. Steinar Kaldal, formaður Félags umhverfisfræðinga, segir þann mikla áhuga sem fólk virðist hafa á að taka höndum saman nú og tína rusl bera vitni um þær breytingar sem átt hafi sér stað í umhverfisvitund almennings á síðustu árum. „Hjólreiðar, notkun almenningssamgangna, flokkun rusls og nú þetta nýjasta, plokkið, allt saman er þetta jákvæð þróun. Umhverfisvernd og umhverfisvitund eru ekki lengur tabú,“ segir Steinar. „Ef maður hefði séð einhvern úti að hlaupa fyrir fimm árum með poka að tína rusl þá hefði maður örugglega haldið að sá sinn sami væri eitthvað klikkaður.“ Þá bendir Steinar á að nauðsynlegt sé að ráðast að rót vandans sem eru auðvitað þeir sem henda rusli í staðinn fyrir að fara með það í endurvinnslu. „Því að það verður ánægjulegt að geta farið út og ekki bara tekið, heldur einnig gefið. Það er spurning hvað gerist næst, hvort fólk fari með birkiplöntu út að hlaupa og gróðursetji á meðan það hleypur.“Þarf að efla endurvinnslu Plokkið á rætur að rekja til Svíþjóðar en ljóst er að Íslendingar hafa tekið upp þennan heilsusamlega og umhverfisvæna sið og það með opnum örmum enda eru vel yfir fjögur þúsund manns í hópi plokkara á Facebook. Tómas Knútsson, stofnandi umhverfissamstakanna Bláa hersins, hefur undanfarna áratugi staðið að skipulagningu og framkvæmd um hundrað hreinsunarverkefna um allt land. Hann fagnar framtakssemi og elju plokkaranna en bendir um leið á að nauðsynlegt sé að efla endurvinnslu á Íslandi og þá hvata sem eigi að fá fólk til að endurvinna. Tómas bendir jafnframt á að þann 15. september verður hnattrænt hreinsunarátak á vegum samtakanna Let’s do it World. „Ég vil að Íslendingar verði bara í því að þrífa í allt sumar,“ segir Tómas.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00 Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Fleiri fréttir Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Sjá meira
Stórtækir sjóplokkarar í Nauthólsvík Konur sem hafa stundað sjósund og plokk í níu ár hafa týnt marga gáma af rusli í og við sjóinn í Nauthólsvík. Þær létu ekki sitt eftir liggja í dag og söfnuðu plasti, vírum og spýtum. Þær áttu hins vegar erfitt að taka með sér leifar af gömlu klóakröri. 15. apríl 2018 19:00
Vinna verk sín samfélaginu til góðs Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í þrettánda sinn í vikunni. Verðlaun voru afhent í fimm flokkum. Fjöldi tilnefninga barst og var úr vöndu að ráða fyrir þriggja manna dómnefnd. 13. apríl 2018 06:00