Meirihluti ljósmæðra á Landspítalanum hættir að taka að sér aukavinnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2018 08:37 Í yfirlýsingu ljósmæðra segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti ljósmæðra á fæðingarvakt og meðgöngu-og sængurlegudeild Landspítalans hefur lýst því yfir að þær hyggist ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um, frá og með morgundeginum 1. maí. Þær munu því ekki taka að sér aukavinnu fyrr en kjarasamningur liggur fyrir á mili ríkisins og Ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæður á Akureyri hafa gripið til sömu aðgerða vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður á Landspítala sendu frá sér yfirlýsingu vegna þessa seint í gærkvöldi. Þar segir að þessi ákvörðun þýði að ljósmæður munu ekki svara kalli spítalans þegar aukið álag er á stofnuninni eða þegar um veikindi annarra starfsmanna er að ræða. Það sé krafa ljósmæðra að menntun þeirra og ábyrgð verði metin til launa. Pattstaða er í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins en síðasti samningafundur sem fram fór á fimmtudag skilaði ekki árangri. Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður þann 7. maí næstkomandi. Álagið aukist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að fækka fæðingarstöðum úti á landi „Sérstaða Landspítala er að hann er bráðsjúkrahús og á LSH eru flestar fæðingar eða um 3000 fæðingar á ári. Álagið á spítalanum hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu ákvörðunar ríkisvaldsins um að fækka fæðingarstöðum úti á landi. Sérstaða fæðingarþjónustu á LSH er að þangað koma allar konur allsstaðar að af landinu sem hafa einhvers konar áhættuþætti á meðgöngu og í fæðingu ásamt öllum þeim konum sem þar vilja fæða. Þar eru flestar fæðingar og innlagnir, margfalt fleiri en annars staðar á landinu. Ljósmæður á Landspítala hafa á undanförnum árum þurft að vera tilbúnar að hlaupa til vinnu á öllum tímum sólarhringsins og vinna þannig umfram vinnuskyldu sína að beiðni spítalans vegna álags á deildum eða vegna veikinda annarra starfsmanna,“ segir í yfirlýsingunni.Senda samviskuboltann til stjórnvalda Þar segir jafnframt að með þessu hafi frítími ljósmæðra ekki verið virtur en ljósmæður hafi hingað til sýnt vinnuveitanda sínum, Landspítalanum, og þar með ríkinu, mikla hollustu og verið ósérhlífnar að koma til vinnu umfram vinnuskyldu. Nú sé hins vegar nóg komið. „Ljósmæður munu frá og með 1. maí ekki vinna umfram það sem vinnuskylda þeirra segir til um. Ljósmæður gera sér grein fyrir að þetta geti ógnað öryggi þeirra skjólstæðinga sem til spítalans leita en það er á ábyrgð ríkisvaldsins en ekki ljósmæðra. Ávallt hefur verið höfðað til samvisku ljósmæðra um að standa vörð um öryggi skjólstæðinga en ljósmæður senda samviskuboltann nú til stjórnvalda,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33 Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30 Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Sýna ljósmæðrum stuðning með bumbunum Hópur nýbakaðra og verðandi foreldra segist óttasleginn vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjarabaráttu ljósmæðra. 27. apríl 2018 11:33
Ljósmæður á Akureyri ætla ekki að taka aukavaktir fyrr en samningar nást Enn hefur ekki náðst að semja í kjaradeilu ljósmæðra. 26. apríl 2018 23:30
Ljósmæður ræða hvort boða skuli til verkfalls á heilsugæslum Enginn árangur náðist á samningafundi ljósmæðra og ríkisins hjá sáttasemjara í dag og er ósamið í kjaradeilunni. 26. apríl 2018 12:48