D-listinn eflist þótt mótherjar sameinist Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 9. maí 2018 05:30 Það virðast ætla að vera litlar sviptingar í Garðabæ Næstum tveir af hverjum þremur Garðbæingum, eða 63 prósent, sem afstöðu taka í skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið væri í dag. Rétt innan við fjórðungur, eða 23,5 prósent, nefnir Garðabæjarlistann, 4,5 prósent nefna Miðflokkinn og 1,5 prósent nefna Framsóknarflokkinn. Þá vekur athygli að 7,5 prósent myndu vilja kjósa eitthvað annað en þau fjögur framboð sem bjóða fram lista í vor. Yrði þetta niðurstaðan fengi Sjálfstæðisflokkurinn 8 fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina af 11 og Garðabæjarlistinn fengi 3. Með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að styrkja stöðu sína í Garðabæ frá kosningunum 2014. Þá fékk flokkurinn 58,8 prósent upp úr kjörkössunum og 7 menn kjörna af 11. Garðabæjarlistinn er nýtt framboð í bænum og er hann skipaður fólki úr Samfylkingunni, VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og svo óháðum frambjóðendum.Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Björt framtíð tæp 14,8 prósent og 2 bæjarfulltrúa og Samfylkingin hlaut 9,9 prósent og 1 bæjarfulltrúa. Þá hlaut listi Fólksins í bænum einnig 9,9 prósent og 1 fulltrúa. Hringt var í 778 manns með lögheimili í Garðabæ þar til náðist í 652 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 7. og 8. maí. Svarhlutfallið var 83,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 54,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,9 prósent sögðust óákveðin og 17,5 prósent vildu ekki svara spurningunni.Barnafjölskyldurnar og velferð fyrirferðarmest Uppbygging í velferðarþjónustu Garðabæjar, aukning félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða ásamt því að fjárfesta frekar í börnum Garðabæjar eru samhljóma verkefni sem minnihlutaflokkarnir í Garðabæ ætla að berjast fyrir. Sjálfstæðismenn leggja verk sín hins vegar stoltir í dóm kjósenda þar sem gengið hefur afar vel á kjörtímabilinu að þeirra mati. Bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ hafa undanfarna áratugi ekki verið mjög spennandi og aðeins spursmál hversu stór meirihluti Sjálfstæðisflokksins yrði. Nú reyna þrjú framboð að skáka Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ. Framboðin eru sameinað framboð Garðabæjarlistans, sem samanstendur af einstaklingum sem hafa tekið þátt í stjórnmálum fyrir Viðreisn, Bjarta framtíð, Samfylkinguna og Vinstri græn, auk tvíburaflokkanna Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Laun Garðbæinga eru að meðaltali þau hæstu á landinu ásamt sveitarfélögum eins og Fjarðabyggð og Seltjarnarnesi. Því eru útsvarstekjur bæjarins með þeim hæstu á landinu. Hefur það einmitt sýnt sig að fjármál sveitarfélagsins eru í afar góðu horfi og hafa skuldir sveitarfélagsins lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þær eru lægstar á hvern íbúa af stóru sveitarfélögunum.Velferðarmál stóru málin „Að okkar mati eru stóru málin velferðin, að taka betur utan um þau. Það er engin stefna eða framtíðarsýn í þeim málum í Garðabæ og mikilvægt að við förum að setja inn systkinaafslátt í íþrótta- og tómstundastarf í bænum,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans. „Á einhvern hátt þurfum við meiri mennsku í bæinn, ef það má orða það þannig.“ Ármann Höskuldsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir einnig mikilvægt að efla velferðarmálin. „Þetta samfélag er auðvitað afar ólíkt öðrum bæjarfélögum en við verðum að gera betur í velferðarmálum en það er markmið okkar að huga vel að barnafjölskyldum og svo eldri borgurum. Við viljum að það verði mun ódýrara fyrir fjölskyldur að hafa börn í íþróttum í Garðabæ og styðja þannig við ungar barnafjölskyldur. Einnig er mikilvægt að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara svo þeir geti kannski losnað úr stórum húsum.“Öryggi og náttúruvernd Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, var í áttunda sæti í síðustu kosningum og litlu munaði að hann kæmist inn sem bæjarfulltrúi. Aftur er hann í áttunda sæti listans en jafnframt bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í komandi kosningum. „Það hefur gengið vel í Garðabæ og fjármál sveitarfélagsins eru í góðu horfi. Við horfum til þess að kosningarnar snúist um unga fólkið og menntamál, náttúruvernd, en við höfum einmitt friðað um 40 prósent af landi í Garðabæ, auk öryggis íbúanna en við höfum stóreflt eftirlit til að tryggja öryggi íbúa í bænum í samvinnu við þar til bæra aðila. Íbúarnir kalla eftir því að eigur þeirra séu tryggðar en mikið hefur verið um innbrot upp á síðkastið. Það hefur gengið vel hjá okkur og við höldum ótrauð áfram,“ segir Gunnar. Á móti borgarlínu María Grétarsdóttir, fulltrúi Miðflokksins, sem áður var fulltrúi M-lista fólksins í bænum, er eini oddvitinn sem segist á móti lagningu borgarlínu, hún vilji miklu frekar efla almenningssamgöngur. „Aukningin hjá Strætó er mikið til komin vegna fjölgunar ferðamanna. Því þarf að fara vandlega ofan í hverjir nota strætó og skoða hlutina upp á nýtt. Einnig viljum við sem allra mest fá nýtt þjóðarsjúkrahús á Vífilsstaði því það mun koma þjóðinni best,“ segir María. „Einnig leggjum við mikið upp úr vandaðri og gagnsærri stjórnsýslu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Næstum tveir af hverjum þremur Garðbæingum, eða 63 prósent, sem afstöðu taka í skoðanakönnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert segja að þeir myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið væri í dag. Rétt innan við fjórðungur, eða 23,5 prósent, nefnir Garðabæjarlistann, 4,5 prósent nefna Miðflokkinn og 1,5 prósent nefna Framsóknarflokkinn. Þá vekur athygli að 7,5 prósent myndu vilja kjósa eitthvað annað en þau fjögur framboð sem bjóða fram lista í vor. Yrði þetta niðurstaðan fengi Sjálfstæðisflokkurinn 8 fulltrúa kjörna í bæjarstjórnina af 11 og Garðabæjarlistinn fengi 3. Með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að styrkja stöðu sína í Garðabæ frá kosningunum 2014. Þá fékk flokkurinn 58,8 prósent upp úr kjörkössunum og 7 menn kjörna af 11. Garðabæjarlistinn er nýtt framboð í bænum og er hann skipaður fólki úr Samfylkingunni, VG, Bjartri framtíð, Viðreisn, Pírötum og svo óháðum frambjóðendum.Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Björt framtíð tæp 14,8 prósent og 2 bæjarfulltrúa og Samfylkingin hlaut 9,9 prósent og 1 bæjarfulltrúa. Þá hlaut listi Fólksins í bænum einnig 9,9 prósent og 1 fulltrúa. Hringt var í 778 manns með lögheimili í Garðabæ þar til náðist í 652 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 7. og 8. maí. Svarhlutfallið var 83,8 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Alls tóku 54,3 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Þá voru 9,3 prósent sem sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 18,9 prósent sögðust óákveðin og 17,5 prósent vildu ekki svara spurningunni.Barnafjölskyldurnar og velferð fyrirferðarmest Uppbygging í velferðarþjónustu Garðabæjar, aukning félagslegra íbúða og íbúða fyrir aldraða ásamt því að fjárfesta frekar í börnum Garðabæjar eru samhljóma verkefni sem minnihlutaflokkarnir í Garðabæ ætla að berjast fyrir. Sjálfstæðismenn leggja verk sín hins vegar stoltir í dóm kjósenda þar sem gengið hefur afar vel á kjörtímabilinu að þeirra mati. Bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ hafa undanfarna áratugi ekki verið mjög spennandi og aðeins spursmál hversu stór meirihluti Sjálfstæðisflokksins yrði. Nú reyna þrjú framboð að skáka Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ. Framboðin eru sameinað framboð Garðabæjarlistans, sem samanstendur af einstaklingum sem hafa tekið þátt í stjórnmálum fyrir Viðreisn, Bjarta framtíð, Samfylkinguna og Vinstri græn, auk tvíburaflokkanna Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Laun Garðbæinga eru að meðaltali þau hæstu á landinu ásamt sveitarfélögum eins og Fjarðabyggð og Seltjarnarnesi. Því eru útsvarstekjur bæjarins með þeim hæstu á landinu. Hefur það einmitt sýnt sig að fjármál sveitarfélagsins eru í afar góðu horfi og hafa skuldir sveitarfélagsins lækkað umtalsvert á kjörtímabilinu. Þær eru lægstar á hvern íbúa af stóru sveitarfélögunum.Velferðarmál stóru málin „Að okkar mati eru stóru málin velferðin, að taka betur utan um þau. Það er engin stefna eða framtíðarsýn í þeim málum í Garðabæ og mikilvægt að við förum að setja inn systkinaafslátt í íþrótta- og tómstundastarf í bænum,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Garðabæjarlistans. „Á einhvern hátt þurfum við meiri mennsku í bæinn, ef það má orða það þannig.“ Ármann Höskuldsson, oddviti Framsóknarflokksins, segir einnig mikilvægt að efla velferðarmálin. „Þetta samfélag er auðvitað afar ólíkt öðrum bæjarfélögum en við verðum að gera betur í velferðarmálum en það er markmið okkar að huga vel að barnafjölskyldum og svo eldri borgurum. Við viljum að það verði mun ódýrara fyrir fjölskyldur að hafa börn í íþróttum í Garðabæ og styðja þannig við ungar barnafjölskyldur. Einnig er mikilvægt að fjölga íbúðum fyrir eldri borgara svo þeir geti kannski losnað úr stórum húsum.“Öryggi og náttúruvernd Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, var í áttunda sæti í síðustu kosningum og litlu munaði að hann kæmist inn sem bæjarfulltrúi. Aftur er hann í áttunda sæti listans en jafnframt bæjarstjóraefni Sjálfstæðismanna í komandi kosningum. „Það hefur gengið vel í Garðabæ og fjármál sveitarfélagsins eru í góðu horfi. Við horfum til þess að kosningarnar snúist um unga fólkið og menntamál, náttúruvernd, en við höfum einmitt friðað um 40 prósent af landi í Garðabæ, auk öryggis íbúanna en við höfum stóreflt eftirlit til að tryggja öryggi íbúa í bænum í samvinnu við þar til bæra aðila. Íbúarnir kalla eftir því að eigur þeirra séu tryggðar en mikið hefur verið um innbrot upp á síðkastið. Það hefur gengið vel hjá okkur og við höldum ótrauð áfram,“ segir Gunnar. Á móti borgarlínu María Grétarsdóttir, fulltrúi Miðflokksins, sem áður var fulltrúi M-lista fólksins í bænum, er eini oddvitinn sem segist á móti lagningu borgarlínu, hún vilji miklu frekar efla almenningssamgöngur. „Aukningin hjá Strætó er mikið til komin vegna fjölgunar ferðamanna. Því þarf að fara vandlega ofan í hverjir nota strætó og skoða hlutina upp á nýtt. Einnig viljum við sem allra mest fá nýtt þjóðarsjúkrahús á Vífilsstaði því það mun koma þjóðinni best,“ segir María. „Einnig leggjum við mikið upp úr vandaðri og gagnsærri stjórnsýslu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira