VR hættir viðskiptum við Hörpu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2018 15:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigtryggur Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið. Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Stjórnendur stéttarfélagsins VR hafa ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR en þar segir m.a. að félagið geti ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafi verið smánaðir og hætt viðskiptum við tónlistarhúsið. „Sóma síns vegna getur VR ekki átt í viðskiptatengslum við fyrirtæki sem hagar sér með svo lítilmannlegum hætti gagnvart launafólki,“ segir í yfirlýsingunni.Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í gær eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins, en þjónustufulltrúunum ofbauð launahækkun Svanhildar. „Lægst launuðu starfsmenn Hörpu tónlistarhúss, sem einum var gert að taka á sig launalækkun á meðan forstjórinn fékk ríflega launahækkun, sýndu það einstaka þor og áræði að segja nær öll upp störfum til þess að mótmæla hinu hrópandi óréttlæti sem blasir við í þessu máli. Beðið var með eftirvæntingu eftir niðurstöðu fundar forstjóra og yfirstjórnar í morgun og blasti það við öllu réttsýnu fólki að hið augljósa óréttlæti yrði leiðrétt með einhverjum hætti og yfirstjórn hússins myndi sjá að sér,“ segir í yfirlýsingu VR.Sjá einnig: Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Þá kemur auk þess fram að yfirlýsing sem Svanhildur sendi frá sér vegna málsins í dag hafi verið sem blaut tuska í andlit félagsmanna VR. Einu viðbrögðin séu því að kveðja hina dugmiklu starfsmenn sem sögðu af sér og óska þeim velfarnaðar. „VR sem stéttarfélag getur ekki annað en tekið sér stöðu með starfsmönnum sem hafa verið smánaðir með þessum ótrúlega hætti og hætt öllum viðskiptum við Hörpu tónlistarhús þar til þetta mál fær eðlilega afgreiðslu.“ Fleiri hafa tilkynnt um að þeir hyggist láta af viðskiptum við Hörpu vegna málsins. Illugi Jökulsson rithöfundur og Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona hafa þegar lýst því yfir að þau æti að sniðganga húsið.
Neytendur Tengdar fréttir Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent