Frjókornin láta á sér kræla Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Þótt flestir hlakki til sumarsins eru margir sem þjást yfir þann tíma af völdum frjókornaofnæmis. Vísir/getty Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þótt sumarið sé enn handan við hornið eru frjókorn frá túnfíflum og trjám á borð við aspir, birki og víði þegar farin að valda mörgum óþægindum. Grasfrjó eru algengasti ofnæmisvaldurinn hérlendis en búast má við að þau fari af stað á næstu dögum og vikum. Einkenni frjókornaofnæmis lýsa sér helst með einkennum og óþægindum í augum, nefi, nefkoki, eyrum og stundum jafnvel með astma. Þessi ofnæmiseinkenni geta minnt á kvef og því eru margir sem telja sig þjást af svokölluðu sumarkvefi en ekki ofnæmi. Þá getur þreyta fylgt þessum einkennum.Best að draga úr einkennum Hægt er að draga verulega úr einkennum frjókornaofnæmis með því að nota réttu lyfin en þau hafa fyrirbyggjandi áhrif. Best er að leita til læknis til að fá réttu lyfin, auk þess sem sum þeirra eru lyfseðilsskyld. Þau lyf sem helst eru notuð eru steranefúði, ofnæmistöflur og ofnæmisaugndropar. Gott er að taka þessi lyf á sama tíma til að fá sem bestu verkun en mismunandi er hvort það henti fólki að taka lyfin kvölds eða morgna. Sumum finnst lyfin valda þreytu en ekki má gleyma að frjókornaofnæmið sjálft getur haft þau áhrif. Mælt er með því að byrja að nota nefúða um tveimur vikum áður en frjókornin fara af stað. Um leið og frekari einkenna verður vart ætti fólk að byrja að taka ofnæmistöflur og -augndropa daglega. Hver og einn þarf að finna út hvaða tími dagsins hentar best til þess. Sumir taka lyfin að morgni en aðrir að kvöldi.Ofnæmi en ekki einbeitingarskortur Fólk á öllum aldri getur fengið frjókornaofnæmi og oft kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti. Ofnæmispróf sker úr um hvort eða hvernig frjókornaofnæmi hrjáir fólk en prófið þarf að gera að hausti til þegar ofnæmisvakar eru ekki lengur í loftinu. Samkvæmt nýlegum fréttum frá Bandaríkjunum hafa ofnæmislæknar þar í landi bent á að ekki sé óalgengt að frjókornaofnæmi sé vangreint hjá börnum. Þau séu talin eiga við einbeitingarskort og námserfiðleika að etja en í raun séu þau með frjókornaofnæmi sem valdi þeim vanlíðan með þessum afleiðingum. Ofnæmislæknar vestanhafs vilja meina að ef börn eigi erfitt með að sitja kyrr og einbeita sér geti orsökin verið sú að þau þjáist af höfuðverk vegna bólgu í kinnholum og kláða í augum. Þeir segja að börn geti átt erfitt með að útskýra hvernig þeim líður og þess vegna geti reynst erfitt að finna út hvað hrjáir þau í raun og veru. Því er mælt með að foreldrar fylgist vel með líðan barna sinna og hafi augun opin fyrir því hvort þau eigi betur með að einbeita sér þegar engin frjókorn eru í lofti. Gott að forðast ofnæmisvakann Þeir sem eru með frjókornaofnæmi geta sjálfir gert eitt og annað til að halda einkennum niðri. Ráð er að sofa ekki við opinn glugga, þurrka þvott innandyra, nota stór sólgleraugu og jafnvel hatta eða húfur og skola andlit og hár reglulega með vatni. Þá ættu þeir sem eru með ofnæmi fyrir grasfrjói ekki að slá gras.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Ein sú fegursta komin á fast Lífið Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira