Hjólar hringinn í kringum landið og lýkur för á Vogi Ólöf Skaftadóttir skrifar 8. maí 2018 06:00 Arnór Gauti Helgason ætlar að hjóla um 1300 kílómetra. Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Arnór Gauti Helgason, matreiðslumaður á sjúkrahúsinu Vogi, ætlar að hjóla í kringum landið á sjö dögum til þess að vekja athygli á álfasölu SÁÁ. Ferðalagið hófst í Tíðaskarði í Hvalfirði á laugardaginn, en þegar blaðamaður náði tali af Arnóri Gauta í gær var hann staddur á Laugum í Aðaldal að gæða sér á norðlenskri pitsu og hafði þá hjólað rúmlega 400 kílómetra. „Við erum aðeins að hlaða batteríin fyrir átökin sem fram undan eru.“ Leiðin sem hann hjólar er samtals um 1.300 kílómetrar. Aðspurður segir Arnór Gauti aðdragandann að þessu framtaki sínu stuttan – hafa einkennst af hvatvísi frekar en mikilli yfirlegu. „Ég ræddi þessa hugmynd við Valgerði Rúnarsdóttur, sem er yfirlæknir á Vogi, og svo stuttu síðar var ég einhvern veginn bara kominn af stað! Þegar þetta var ákveðið sá ég fram á að hjóla þetta á stuttbuxunum og ná almennilegum lit í leiðinni. En þetta er þriðji dagurinn á hjólinu og jafnframt sá fyrsti sem er snjólaus,“ útskýrir Arnór Gauti og hlær. „Það var til dæmis ófært á Öxnadalsheiði og ég þurfti því að stökkva upp í bíl undan veðrinu. Svo var veghefill fyrir framan okkur á Holtavörðuheiðinni til þess að greiða leiðina.“ Arnór Gauti er hins vegar hvergi banginn og ætlar sér ótrauður að klára hringinn. Bráðum lýkur fimm ára starfsferli hans á sjúkrahúsinu og hann segist vilja þakka fyrir frábæran tíma með því að vekja athygli á álfasölunni, sem Arnór Gauti segir eina mikilvægustu fjáröflun samtakanna. „Nú kveð ég minn frábæra vinnustað innan skamms. Þetta hefur verið ótrúlega lærdómsríkur tími. Ég hef séð í gegnum starf mitt það mikilvæga starf sem SÁÁ vinnur, hvað prógrammið er að hjálpa mörgum og ég vil bara endilega að allir muni eftir okkur – og kaupi álfinn!“En hvað tekur við hjá Arnóri Gauta? „Það er nú kannski ákveðin mótsögn í því, en ég er að taka við mötuneytinu í ÁTVR,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira