Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle Benedikt Bóas skrifar 7. maí 2018 06:00 Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NordicPhotos/Getty Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti. Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur. Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/GettyÞá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. Ljóðið sem Guðni las Yet, I have a shelter, that never fails, where my weary spirit always wanders. Let me not, sweet Lord, lose that haven, as long as I live
Birtist í Fréttablaðinu Forseti Íslands Kóngafólk Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Sjá meira