Heilbrigðisráðherra segir kjaradeilu ljósmæðra ekki þola fleiri daga Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 5. maí 2018 13:54 „Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
„Svona ástand þolir ekki fleiri daga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í Víglínunni nú fyrr í dag þegar Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, spurði hve lengi kjaradeila ljósmæðra mætti halda áfram. „Ég vil standa með baráttu ljósmæðra því að þeirra framlag heilbrigðisþjónustunni er ómetanlegt og ég vil standa með þeim sjónarmiðum sem þær hafa lagt á borðið.“ Heilbrigðisráðherra sagðist hafa rætt óformlega við ljósmæður í gær og hefur trú á að deiluaðilar færist nær lausn á deilunni. „Mín vissa er sú að til þess að ná samningi þurfum við að tala saman, og sem flestir þurfi að tala saman. Spítalinn þarf að tala við sitt fólk, heilbrigðisráðherra þarf að tala við sitt fólk og allir þurfa að opna samtalið eins og hægt er.“ „Ég sagði á þinginu í vikunni að það þyrfti að hugsa út fyrir boxið,“ segir Svandís um mögulega lausn á deilunni. „Það eru aðrir hlutir sem skapa starfskjör almennt heldur en nákvæmlega það sem kemur upp úr launaumslaginu. Það eru vinnutímar, það eru möguleikar til starfsþróunar, það er hvernig manni líður í vinnunni,“ „Ég er að skoða hvaða verkfæri það eru sem ég hef önnur en að koma með beint fjármagn“ Ljósmæður í heimaþjónustu sömdu 27. apríl en enn standa samningar við ljósmæður sem starfa á Landspítalanum lausir. Heimir spyr heilbrigðisráðherra hvað hafi leitt til þess að samningar náðust við ljósmæður í heimaþjónustu. „Það snérist auðvitað fyrst og fremst um að koma inn með aukið fjármagn,“ segir Svandís. „Ég beitti mér fyrir því að loka þessu máli og það tókst.“ Umræðan um kjör ljósmæðra er nátengd umræðu um kjör kvennastétta og leiddi umræða því þangað. Heilbrigðisráðherra segist sjá í kortunum þverpólitíska samstöðu um að lyfta kjörum kvennastétta umfram aðrar stéttir. Áhyggjur hafa ríkt um að mikil launahækkun einnar stéttar geti leitt til svokallaðs höfrungahlaups þar sem hver stéttin á eftir annarri krefjist þeirrar hækkunar sem aðrir hafa hlotið á undan. „Samstaðan sem ég var að kalla eftir í þinginu, og hefur í rauninni verið að kallað eftir víðar, er samstaða um að lyfta kvennastéttum almennt, og mér finnst að ákveðnu leyti að það sé að myndast þverpólitísk samstaða um þetta“ segir Svandís, en margar af hinum stóru heilbrigðisstéttum teljast kvennastéttir, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. „Ég hef ekki heyrt verkalýðshreyfinguna tala skýrt í þessum efnum, ég myndi vilja heyra það skýrt að við gætum sest yfir þetta sameiginlega.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06 Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að skapa samstöðu um bætt kjör ljósmæðra Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af stöðu kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í sérstakri umræðu um málið á Alþingi í morgun. 3. maí 2018 14:06
Ástandið á Landspítala alvarlegt vegna ljósmæðradeilunnar að mati heilbrigðisráðherra Brýnt sé að ná víðtækri sátt um leiðréttingu launa kvennastétta og óskandi að niðurstaða fengist fyrir alþjóðlegan dag ljósmæðra á laugardag. 3. maí 2018 21:00