Útlit fyrir slydduél á morgun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2018 09:20 Í næstu viku er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Skjáskot/veðurstofa Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði. Samgöngur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Enn halda élin áfram S- og V-lands í dag, en þó er útlit fyrir að dragi verulega úr þeim síðdegis og jafnvel að stytti upp í kvöld, samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá veðurstofu Íslands. Á morgun bætir enn á ný í úrkomuna, en þá er útlit fyrir slydduél. NA-lands verður að mestu þurrt og jafnvel bjart. Á mánudag skipta veðrakerfin um gír þegar snýst í suðaustanátt með hlýnandi veðri og rigningu, en áfram er útlit fyrir þurrt veður NA-til. Komandi vika býður síðan upp á austlægar áttir og rigningu í flestum landshlutum, en þó nokkuð milt veður og er útlit fyrir að snjórinn verði kvaddur í bili. Enn er gul viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 8-15 m/s og él, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til á landinu. Styttir upp um tíma í kvöld. Suðvestan 10-18 á morgun og él eða slydduél, en áfram þurrt NA-lands. Hiti 1 til 10 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag: Gengur í suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til. Á þriðjudag: Breytileg átt 3-8 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 5 til 10 stig að deginum. Á miðvikudag: Austan 5-13 m/s og rigning um landið sunnanvert, en þurrt að kalla fyrir norðan. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag: Útlit fyrir breytilega átt og rigningu um mest allt land. Hiti 6 til 11 stig að deginum.Færð á vegum Á Suður- og suðvesturlandi er víða greiðfært á láglendi. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði en þæfingsfærð er á Bláfjallavegi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Vesturlandi er víðast hvar greiðfært á láglendi en sumstaðar hálkublettir. Hálka er á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Hálka eða hálkublettir ásamt éljagangi eru víða á láglendi á Vestfjörðum. Snjóþekja eða krapi er á flestum fjallvegum en ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum. Það er mikið til greiðfært á Norður- og Austurlandi. Hálka er á Öxnadalsheiði og hálkublettir á Mjóafjarðarheiði.
Samgöngur Veður Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira