Vætutíð leysir af kulda sem gæti ógnað gróðri Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. maí 2018 11:00 Kirkjugarðar Reykjavíkur eru á meðal fallegustu skrúðgarða landsins, enda vaskur hópur manna sem starfar þar. Miðað við veðurspána fram undan gætu þeir þurft að bregða sér í regngalla næstu daga. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
náttúra „Það gæti komið eitthvert bakslag í viðkvæman gróður en ég held að þetta verði ekki varanlegt,“ segir Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur. Þrátt fyrir kuldakast og snjókomu á vestanverðu landinu telur Kári að gróður sleppi að mestu leyti vel. „Það hefði verið mikið verra ef við hefðum fengið norðanátt. Af því að þá hefðum við fengið miklu meiri kulda með sól,“ segir Kári. Það séu fyrst og fremst runnategundir sem laufgist snemma sem gætu skaðast. Nefnir hann blátoppinn, runnategund sem oft laufgast snemma og er oft komin af stað um miðjan apríl. Kári segir að það sé allt í lagi að halda sínu striki í vorverkunum þrátt fyrir óveðrið. „Ef klakinn er farinn úr jarðveginum, þá er allt í lagi að byrja að planta. Það er í rauninni betra en að draga það fram í miðjan júní þegar jarðvegurinn er farinn að þorna. Þá eiga plönturnar erfiðara með að koma sér af stað,“ segir Kári. Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að suðvestanáttin hafi náð hámarki í gær. „Það má segja að þetta séu leifarnar af vetrinum að sækja á okkur. Þetta er kalt loft, ættað frá heimskautasvæðum Kanada, sem fer stundum á flakk og það veldur órólegu veðri þar sem það kemur niður,“ segir Teitur. „Þetta er það kalt loft að þegar það fer yfir sjóinn vestan við landið, þá drekkur það í sig raka úr sjónum og myndar éljaklakkana og það steypist snjór yfir vestanvert landið,“ bætir Teitur við. Á milli skín svo sólin, sem er orðin það sterk í maí að hún nær að hita yfirborðið á milli élja. Teitur segir að suðvestanáttin verði áfram hvöss yfir helgina með svipuðu veðurlagi. „En það er miklu betra veður austan við Tröllaskaga og fyrir norðaustan og á Austurlandi er þurrt og bjart veður,“ bætir Teitur við. Búist er við að eftir helgi skipti veðrið um gír og verði mildara og blautara. Þetta er mjög ódæmigerð staða að sögn Teits. Algengara sé að kuldinn sæki að landsmönnum úr norðri á þessum árstíma. „Síðan er næsta vika ekki heldur alveg venjuleg fyrir það hvað hún er vætusöm. Vorið er nú yfirleitt þurrasti árstíminn,“ segir Teitur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira