Rannsaka afhendingu gagna Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 5. maí 2018 07:00 Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar að hafa brotið lög. Fréttablaðið/Anton Brink Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisrannsókn á því að Barnaverndarstofa afhenti Stundinni og RÚV hundruð blaðsíðna um barnaverndarmál á höfuðborgarsvæðinu. Málið er litið alvarlegum augum og er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu einnig að skoða það. Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hafi verið afmáð úr gögnunum er mögulegt að finna út hvaða einstaklinga er um að ræða. Þetta ætlar Persónuvernd að rannsaka. „Gögn sem þessi eru líkast til viðkvæmustu upplýsingarnar sem hægt er að komast í. Það er því mikilvægt að skoða hvernig vinnslu persónugreinanlegra upplýsinga var háttað í þessu tilviki. Við höfum skoðað málið eins og það liggur fyrir núna og teljum ástæðu til að hefja frumkvæðisathugun,“ segir Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd. Ekki er nóg samkvæmt persónuverndarlögum að afmá nöfn og kennitölur. Ef hægt er að rekja upplýsingar til tiltekinna einstaklinga eigi þær að fara leynt. Afhending gagnanna gæti einnig varðað við almenn hegningarlög. Þar segir að opinber starfsmaður gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi segi hann frá einhverju er leynt á að fara sem hann hefur vitneskju um í starfi sínu eða embætti.Alþingi Þing 2013 alþingismaður Ásmundur Einar DaðasonHeiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, neitar því að hafa brotið lög. „Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar.“ Ásmundur Einar Daðason, velferðarráðherra og æðsti yfirmaður barnaverndarmála, segir málið alvarlegt og til skoðunar. „Við erum búin að kalla til okkar forsvarsmenn Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu á fund í næstu viku til að fara yfir þessi mál,“ segir ráðherra. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikils titrings innan barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna afhendingar gagnanna. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði málið á borði ákærusviðs. Anna Eygló Karlsdóttir, yfirmaður barnaverndar Kópavogs, segir að mögulega hafi mál úr Kópavogi verið í gagnapakkanum. „Bæjarlögmaður og lögfræðingur barnaverndarnefndar Kópavogs eru að skoða þetta mál. Við viljum auðvitað ekki að upplýsingar sem þessar rati til annarra en þeirra sem málið varðar,“ segir Anna Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Ásmundur bað þingið velvirðingar Vissi ekki að fundi hefði verið frestað. 2. maí 2018 16:51 Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Bragi fundar fyrir luktum dyrum Fundur velferðarnefndar Alþingis með Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verður lokaður. 2. maí 2018 07:57