Verður að fara rétt með hinn brottfellda bókstaf Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2018 07:00 Z-an sést æ sjaldnar á prenti. Vísir/GVA Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira
Stafurinn z var einu sinni hluti af stafrófinu en var tekinn út árið 1973 vegna þess að z er í íslensku borið fram eins og s og þótti því ástæða til að einfalda stafsetningu. Samtímis var rætt um að fella út y og ý en ekki náðist samstaða um það. Ekki var einhugur um málið á Alþingi og flutti Sverrir Hermannsson þrumuræðu þar sem hann kom bókstafnum til varnar. Sagði hann meðal annars; „Það er nauðsynlegt að fá sem gleggstar upplýsingar um alla þætti þessa máls, því að greinilega er með því vegið að íslensku ritmáli og úr launsátri.“ Þá benti Sverrir á að nokkrir sem hefðu komið að því að reyna að útrýma bókstafnum myndu sjálfir ætla að rita z þegar það ætti við. „Nú á að gera tilraun á Íslendingum. Nú hyggja launsátursmenn, að kunni að vera lag, og því skal róið. Könnuð skulu viðbrögð almennings í velferðarþjóðfélaginu. Kanna skal, hvort hann er ekki daufdumbur orðinn fyrir öllu öðru en brauði og leikjum, einnig hvort t.d. alþm. hafa ekki áreiðanlega asklokið fyrir himin. Z hefur aldrei verið og er ekki heldur þessum mönnum neitt aðalatriði. Þeir verða að fikra sig áfram að þeirri aðferð, að ritað skuli eftir framburði. Og þá er feitari gelti að flá en z, og þar á ég t.d. við y. Ef þessi tilraun með z heppnast vel, þá er að snúa sér að stóru verkefnunum og þá fyrst og fremst að y. Meðan þrætan stóð um íslenskar ritreglur í 150 ár eða þ.u.b., var endurskoðunarsinnum öllum miklu meira í nöp við y en z.“Ólafur Stephensen.Ólafur Stephensen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og Fréttablaðsins og núverandi framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er einn af þeim sem nota z-una. „Mér finnst rétt að nota hana,“ segir Ólafur. „Hún er aflögð rétt áður en ég byrja í Ísaksskóla. Ég las mikið af bókum sem krakki sem voru stafsettar upp á z. Sem unglingur fór ég að velta fyrir mér reglunum og myndaði mér þá skoðun að þetta hefði verið misráðið hjá Magnúsi Torfa Ólafssyni, þáverandi menntamálaráðherra, sem lagði til afnám z. Reglurnar eru einfaldar og rökréttar og í menntaskóla fór ég að prófa mig áfram en íslenskukennarar mínir sögðu að ég fengi villu fyrir að nota bókstafinn, þó sumir hvísluðu að mér að þetta væri gott hjá mér. En þeir vildu ekki að ég notaði z í ritgerðum og stílum. Þegar ég var sloppinn úr menntaskóla fór ég að nota bókstafinn í skrifum mínum,“ segir Ólafur. Hann segir að nokkrir aðrir noti enn hinn bannaða bókstaf en þeir séu þó ekki margir. „Menn þurfa að vanda sig. Það fer í taugarnar á mér þegar fólk skrifar z en fer ekki rétt með bókstafinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Sjá meira