Viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2018 07:02 Tim Bergling var 28 ára gamall. Vísir/afp Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sænski tónlistarmaðurinn Avicii er talinn hafa framið sjálfsvíg ef marka má heimildarmenn dægurmálarisans TMZ. Foreldrar Avicii ýjuðu að því í liðinni viku að hann kynni að hafa svipt sig lífi. Hann hefði einfaldlega ekki „getað lifað lengur,“ eins og sagði í skriflegri yfirlýsingu þeirra. Hann hefði verið viðkvæm sál með fullkomnunaráráttu. Það rennir jafnframt stoðum undir niðurstöður lögreglunnar, sem útilokaði fljótt að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Avicii, sem hét réttu nafni Tim Bergling, fannst látinn í íbúð í Óman þann 20. apríl síðastliðinn. Hann var 28 ára gamall og hafði notið gríðarlegra vinsælda um heim allan fyrir grípandi tónsmíðar sínar. Þessari gríðarlegu velgengni fylgdi mikið partýstand og mikil drykkja. Afleiðingarnar fyrir tónlistarmanninn urðu miklar. Hann varð háður áfengi og þróaði með sér brisbólgu vegna óhóflegrar áfengisdrykkju. Árið 2014 þurfti hann að láta fjarlægja úr sér botnlangann og gallblöðruna vegna þessa. Vinir og kunningjar hafa tjáð sig um dauða hans síðustu daga og fullyrða að hann hafi aldrei viljað verða frægur. Plötusnúðurinn Laidback Luke, sem hafði þekkt Avicii frá upphafi ferils hans, segir frá því þegar hann hitti hann síðast, árið 2015. „Það var ekki mikið eftir af Tim þegar ég hitti hann. Hann leit út eins og uppvakningur og hafði elst óeðlilega mikið. Þegar ég sá hann á tónleikum var eins og hann hefði ekki tengingu við lífið lengur.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Andlát Óman Tengdar fréttir Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45 Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10 Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Avicii: Tónlistin, áfengið og lífið á bak við tjöldin Plötusnúðurinn og tónlistamaðurinn Avicii lést á föstudag aðeins 28 ára að aldri. 24. apríl 2018 11:45
Fjölskylda Avicii: Hann gat ekki lifað lengur Í opnu bréfi sem fjölskylda Avicii sendi frá sér í dag er gefið í skyn að hann hafi fallið fyrir eigin hendi. 26. apríl 2018 17:10
Stjörnur votta Avicii virðingu sína Avicii hafði glímt við heilsufarsleg vandamál allt frá byrjun árs 2012 þegar hann lá inni á spítala í 11 daga. Ástæðan á að hafa verið bráðabrisbólga vegna ofdrykkju. 21. apríl 2018 20:30