Segir almenning fylgjast forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2018 15:17 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. vísir/eyþór Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, gerði meðal annars kjör kvennastéttu og styttingu vinnuvikunnar að umtalsefni í ræðu sinni sem hún flutti á baráttufundi á Ingólfstorgi í dag í tilefni 1. maí. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins hefur verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur enda er stál í stál í deilunni og lausn virðist ekki í sjónmáli þrátt fyrir marga sáttafundi hjá ríkissáttasemjara. Þórunn sagði almenning hafa fylgst forviða með þessari kjaradeilu. „Við viljum að kvennastéttunum sem bera uppi menntun og heilbrigði landsmanna séu greidd laun sem endurspegla raunverulegt virði starfanna. Þjóðarátak til að lyfta kvennastéttum kann að vera það eina sem dugar í stöðunni. Slík aðgerð kallar á samvinnu og samstöðu þvert á heildarsamtök launafólks. Almenningur hefur fylgst forviða með kjaradeilu ljósmæðra við ríkið. Elsta fagstétt kvenna á Íslandi mætir stífni og skilningsleysi af hálfu samninganefndar ríkisins. Ég ætla að fullyrða hér að þjónusta við sængurkonur og nýfædd börn sé undirstaða velferðar á Íslandi. Við erum að tala um fjöregg þjóðar,“ sagði Þórunn meðal annars í ræðu sinni. Þá bætti hún við að ljósmæður, líkt og margar aðrar háskólamenntaðar kvennastéttir, stæðu frammi fyrir þeim kalda veruleika að menntun þeirra væri kerfisbundið ekki metin til launa. Þórunn sagði jafnframt að krafan um styttri vinnuvika hlyti að verða æ sterkari, ekki síst í ljósi þess að í framtíðinni sé því spáð að skortur verði á störfum, það er að sjálf vinnan verði takmörkuð auðlind. „En hvað þýðir þetta í raun fyrir kjara- og réttindabaráttu launafólks? Í fyrsta lagi hlýtur krafan um styttingu vinnuvikunnar að verða æ sterkari. Tilraunaverkefni BSRB, Reykjavíkurborgar og ríkisins um styttingu vinnuvikunnar lofar góðu. Reynslan sýnir okkur að það er hægt að stytta vinnuvikuna án þess að það bitni á afköstum og framleiðni. En það er ekki sama hvernig það er gert. Samtök atvinnulífsins hafa lýst forneskjulegu viðhorfi til styttingar vinnuvikunnar. Viðhorfum sem eru úr takti við alla umræðu um þessi mál, bæði hér heima og erlendis. Styttri vinnuvika er lykillinn að því að okkur auðnist að skapa hér vinnumarkað sem er raunverulega fjölskylduvænn. Með breytingunni stuðlum við líka að minna álagi í starfi og drögum úr líkum á því að fólk verði kulnun að bráð og missi heilsuna, sem því miður er alltof algengt. Styttri vinnuvika er hagsmunamál alls samfélagsins – allra hagur!“ sagði Þórunn á baráttufundinum á Ingólfstorgi í dag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Formaður VR: Blekkingarleikur að tala um góðæri og fordæmalausan kaupmátt Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, flutti ræðu á útifundi nú fyrir skömmu eftir kröfugöngu í tilefni verkalýðsdagsins. Hann sagði okkur hafa brugðist sem samfélag á mörgum stöðum. 1. maí 2018 14:45
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46
Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. 1. maí 2018 13:04