Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. maí 2018 13:04 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“ Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir stjórnvöld vera höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnar og finnur fyrir meiri ólgu og reiði hjá sínu fólki en áður. Hann kveðst vona að ólíkar fylkingar innan hópsins geti staðið saman á baráttudegi verkalýðsins. 1. maí verður haldinn hátíðlegur um land allt í dag venju samkvæmt. Þó dagurinn hafi heilsað nokkuð kuldalega á höfuðborgarsvæðinu kveðst Gylfi vonast eftir fjölmenni í kröfugöngu í miðborginni, enda sé ærin ástæða til. „Framganga stjórnmálanna, bæði með kjararáð og að stjórnvöld skuli nú á sama tíma vera að hækka skattbyrði þeirra tekjulægstu og vera síðan að lækka skattbyrði þeirra hæstu, bæði efnameiri og tekjumestu, það auðvitað er eitthvað sem menn sætta sig ekki við og hafa lagt grunn að reiði,“ segir Gylfi. Gylfi segir þörf á skattabreytingum fyrir hina verst stöddu og umfangsmiklum umbótum í velferðarkerfinu. Þá sé brýnt að styðja við tekjulága á húsnæðismarkaði. „Það þarf að fjölga þeim íbúðum sem við erum að byggja í almenna íbúðakerfinu svo fleiri geti fengið lausnir á einhverju verði sem er þá viðráðanlegt þessum tekjuhópum. Ég held að það séu mjög stór verkefni þarna.“ Gengið verður frá horni Laugavegs og Snorrabrautar klukkan 13:30 og verður gengið á Ingólfstorg þar sem samstöðufundur hefst klukkan 14:10. Meðal ræðumanna þar verður Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Sá hefur í gegnum tíðina sent Gylfa kaldar kveðjur, kallað hann varðhund okurvaxta og verðtryggingar og sagt hreyfinguna rúna trausti.En á Gylfi von á að samstaða náist innan klofinnar hreyfingar á næstunni?„Það er allavega mín von vegna þess að ég finn ekki mikinn málefnalegan ágreining. Það er auðvitað óþreyja, það er auðvitað gagnrýni og hún er í sjálfu sér eðlileg. Vonandi auðnast okkur að ná saman því það er alveg ljóst hver vandinn er.“ Vandann segir Gylfi felast í sameiginlegum andstæðingi. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld en þannig er það bara og við verðum einhvern veginn að finna leiðir til þess hvernig við glímum við það. Það gerum við saman.“
Kjaramál Tengdar fréttir Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56 Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins haldinn hátíðlegur um land allt Í dag er baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, haldinn hátíðlegur um land allt með sérstakri hátíðardagskrá. 1. maí 2018 08:56
Yfirlýsing Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga: „Það er kominn tími til að breyta reglunum“ Alþjóðasamtök verkalýðsfélaga hafa sent frá sér yfirlýsingu í tilefni 1. maí þar sem farið er yfir verkalýðsbaráttuna og framtíð hennar. 1. maí 2018 09:46