Oddvitaáskorunin: „Ég er sannarlega móðir þriggja dreka“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2018 14:00 Ólöf Magnúsdóttir, oddynja kvennahreyfingarinnar í Reykjavík. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ólöf Magnúsdóttir leiðir lista Kvenhreyfingarrinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp á Kópaskeri. Mamma er Reykvíkingur en pabbi er frá Brekku í Núpasveit. Sextán ára flutti ég til Reykjavíkur til náms þar sem ég kynntist Axel Rúnari Eyþórssyni. Við Axel eigum þrjá syni og erum búsett í Grafarvogi. Síðan þá höfum við Axel verið að brasa í því að mennta okkur og koma barnastóði á legg. Ég er með B.A. gráðu í Þjóðfræði og M.A gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun. En í því námi kynntist ég frábærum konum og við stofnuðum saman nýsköpunarfyrirtækið Jaðarmiðlun sem þróar menningartengt efni fyrir sýndarveruleika. Í gegnum þá vinnu hef ég verið viðloðandi nýsköpunarheiminn á Íslandi og er yfir mig hrifin af þeim samstarfsvilja og gleði sem þar ríkir. Það er einmitt sá andi sem ég vil taka með mér inn í stjórnmálin. Ég nýt mín einstaklega vel í orku skapandi kvenna og því eðlilegt skref að taka stökkið og stofna Kvennahreyfinguna með þeim stórmerkilegu konum sem þar berjast.Ólöf og „ofur-Svala“ með Boga Ágústssyni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er mjög hrifnæm kona og á mér marga uppáhaldsstaði en ég er búin að vinna sem leiðsögukona í miðborg Reykjavíkur undan farið ár og það er alveg magnað að fá tækifæri til þess að kynnast þessari yndislegu borg í gegnum augu og eyru erlendu gestanna okkar. Að ganga inn í garðinn á bak við Listasafn Einars Jónssonar á örðum degi páska var hreinlega eins og að ganga inn í Narníu. Borgin okkar er nefnilega alveg stórkostlega töfrandi þegar þannig liggur á henni. En það er líka undursamlegt að standa ein í þoku á Melrakkasléttu og horfa á öldubrimið berja á grjótinu og vona að þú sleppir lifandi frá kríunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég er frá Kópaskeri og á mér alltaf drauma um að geta búið þar eða í sveitinni í kring. Maðurinn minn er hinsvegar úr Dýrafirði og hann dreymir um að gerast rafmagnsbóndi á Vestfjörðum. En þá langar mig að eiga gamlan traustan Land Rover með nýjum rafmagnsmótor og keyra milli bæja í doppóttum gúmmístígvélum og semja ljóð um fallegar strendur. En Grafarvogurinn færir okkur þetta allt, nálægðina við sjóinn, umhyggjusama nágranna og þorpsbraginn í Spönginni. Það vantar helst fjöllin en Ártúnsbrekkan stendur fyrir sínu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Matur sem er eldaður handa mér með ást og umhyggju. Það er best.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Öll dramatísk söngdívulög sem ég get sungið með í bílnum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Hef vandræðalega oft gengið á glerveggi. En það er ágætt, ég er þá í æfingu því Kvennahreyfingin ætlar að rústa glerþaki feðraveldisins.Draumaferðalagið? Ferðalag með fjölskyldunni á framandi staði þar sem við getum víkkað sjóndeildarhring okkar og lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og annað fólk.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er svo gaman í þessu lífi að ég nenni ekki að hugsa um það næsta alveg strax. Mér finnst samt ólíklegt að orkan okkar verði að engu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég held að Kvennahreyfingin sé að gera góða hluti þegar kemur að því að hrekkja feðraveldið.Hundar eða kettir? Bæði, heima hjá öðrum. Ég á börn, það er nóg fyrir mig.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Edda Björgvins er leikkona sem skilur að konur geta bæði verið ástríðufullar, umhyggjusamar, ákveðnar, skapandi, glaðar, reiðar, fyndnar og pólitískar. Að eitt þarf ekki að skyggja á annað, við erum allskonar og það má.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er stórhuga kona að norðan svo ég hélt að þessi spurning svaraði sér sjálf en svo birtist þetta hjá DV um daginn: „Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hópuðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targaryen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móðir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætisins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gildir um Ólöfu Magnúsdóttur hjá Kvennahreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgarstjórn.” Nema þau klikkuðu á rannsóknarvinnunni, því ég er sannarlega móðir þriggja dreka. Þannig að þið getið kallað mig KhaleesiHefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, ég braust inn í sundlaugina á Kjalarnesi í góðra vina hópi. Svona eftir á að hyggja þá hefðum við kannski ekki átt að taka leigubíl á staðinn… en svo lengi lærir sem lifir.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er ekki séns að ég geti valið, það er eins og að velja sér uppáhalds súkkulaði þegar súkkulaði er lífið.Uppáhalds bókin? Er í annarri umferð af Harry Potter með krökkunum mínum og svo er ég alltaf frekar mikið veik fyrir Guðrúnu frá Lundi. En ég vísa í fyrri færslu um súkkulaðið.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hendrix með gúrku og pipar ef ég er í þannig aðstæðum annars er það íslenskt vatn beint úr læknum í útilegu. Vá, hvað ég get ekki beðið eftir því að það komi alvöru sumar.Uppáhalds þynnkumatur? Fínar húsmæður í Grafarvoginum verða ekki þunnar. En ef þær yrðu það þá færu þær örugglega að fá sér sveittann börger með frönskum og sósu í vandaðri lúgusjoppu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði væri draumurinn en ég er búin að vera í námi og barneignum síðustu tólf árin svo æskuslóðirnar á Kópaskeri hafa verið að koma sterkt inn. En þar er bæði að finna menningu og stórkostlegar strendur.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, ekki nýlega samt.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Maneater. Djók!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nauðgunar og ofbeldiskúltúrinn er alveg ótrúlega glatað dæmi.Á að banna flugelda? Ég er ekki hrifin af bannstefnum en ég held að það sé allt í góðu að taka samtalið um það hvort þetta sé réttlætanleg framkoma gagnvart dýrum og umhverfi. Ég er alveg skíthrædd við þessi fyrirbæri og held mig innan dyra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Einhver sem er mikið á bekknum en fær alltaf að koma með af því að hún er fyndni frændinn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Ólöf Magnúsdóttir leiðir lista Kvenhreyfingarrinnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum. Ég er fædd í Reykjavík en ólst upp á Kópaskeri. Mamma er Reykvíkingur en pabbi er frá Brekku í Núpasveit. Sextán ára flutti ég til Reykjavíkur til náms þar sem ég kynntist Axel Rúnari Eyþórssyni. Við Axel eigum þrjá syni og erum búsett í Grafarvogi. Síðan þá höfum við Axel verið að brasa í því að mennta okkur og koma barnastóði á legg. Ég er með B.A. gráðu í Þjóðfræði og M.A gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun. En í því námi kynntist ég frábærum konum og við stofnuðum saman nýsköpunarfyrirtækið Jaðarmiðlun sem þróar menningartengt efni fyrir sýndarveruleika. Í gegnum þá vinnu hef ég verið viðloðandi nýsköpunarheiminn á Íslandi og er yfir mig hrifin af þeim samstarfsvilja og gleði sem þar ríkir. Það er einmitt sá andi sem ég vil taka með mér inn í stjórnmálin. Ég nýt mín einstaklega vel í orku skapandi kvenna og því eðlilegt skref að taka stökkið og stofna Kvennahreyfinguna með þeim stórmerkilegu konum sem þar berjast.Ólöf og „ofur-Svala“ með Boga Ágústssyni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ég er mjög hrifnæm kona og á mér marga uppáhaldsstaði en ég er búin að vinna sem leiðsögukona í miðborg Reykjavíkur undan farið ár og það er alveg magnað að fá tækifæri til þess að kynnast þessari yndislegu borg í gegnum augu og eyru erlendu gestanna okkar. Að ganga inn í garðinn á bak við Listasafn Einars Jónssonar á örðum degi páska var hreinlega eins og að ganga inn í Narníu. Borgin okkar er nefnilega alveg stórkostlega töfrandi þegar þannig liggur á henni. En það er líka undursamlegt að standa ein í þoku á Melrakkasléttu og horfa á öldubrimið berja á grjótinu og vona að þú sleppir lifandi frá kríunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Ég er frá Kópaskeri og á mér alltaf drauma um að geta búið þar eða í sveitinni í kring. Maðurinn minn er hinsvegar úr Dýrafirði og hann dreymir um að gerast rafmagnsbóndi á Vestfjörðum. En þá langar mig að eiga gamlan traustan Land Rover með nýjum rafmagnsmótor og keyra milli bæja í doppóttum gúmmístígvélum og semja ljóð um fallegar strendur. En Grafarvogurinn færir okkur þetta allt, nálægðina við sjóinn, umhyggjusama nágranna og þorpsbraginn í Spönginni. Það vantar helst fjöllin en Ártúnsbrekkan stendur fyrir sínu.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Matur sem er eldaður handa mér með ást og umhyggju. Það er best.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Öll dramatísk söngdívulög sem ég get sungið með í bílnum.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Hef vandræðalega oft gengið á glerveggi. En það er ágætt, ég er þá í æfingu því Kvennahreyfingin ætlar að rústa glerþaki feðraveldisins.Draumaferðalagið? Ferðalag með fjölskyldunni á framandi staði þar sem við getum víkkað sjóndeildarhring okkar og lært eitthvað nýtt um okkur sjálf og annað fólk.Trúir þú á líf eftir dauðann? Það er svo gaman í þessu lífi að ég nenni ekki að hugsa um það næsta alveg strax. Mér finnst samt ólíklegt að orkan okkar verði að engu.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Ég held að Kvennahreyfingin sé að gera góða hluti þegar kemur að því að hrekkja feðraveldið.Hundar eða kettir? Bæði, heima hjá öðrum. Ég á börn, það er nóg fyrir mig.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Edda Björgvins er leikkona sem skilur að konur geta bæði verið ástríðufullar, umhyggjusamar, ákveðnar, skapandi, glaðar, reiðar, fyndnar og pólitískar. Að eitt þarf ekki að skyggja á annað, við erum allskonar og það má.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er stórhuga kona að norðan svo ég hélt að þessi spurning svaraði sér sjálf en svo birtist þetta hjá DV um daginn: „Þegar þrælaborgin Yunkai var frelsuð hópuðust allir hinir nýfrelsuðu þrælar að Daenerys Targaryen og hrópuðu „Mhysa! Mhysa!“ eða „Móðir! Móðir!“. Hér var kominn fram nýr leiðtogi sem hafði hin kvenlegu gildi gæskunnar og réttlætisins að leiðarljósi, móðir alls mannkyns. Sama gildir um Ólöfu Magnúsdóttur hjá Kvennahreyfingunni en hún á þó enga dreka til að fleyta henni inn í borgarstjórn.” Nema þau klikkuðu á rannsóknarvinnunni, því ég er sannarlega móðir þriggja dreka. Þannig að þið getið kallað mig KhaleesiHefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já, ég braust inn í sundlaugina á Kjalarnesi í góðra vina hópi. Svona eftir á að hyggja þá hefðum við kannski ekki átt að taka leigubíl á staðinn… en svo lengi lærir sem lifir.Uppáhalds tónlistarmaður? Það er ekki séns að ég geti valið, það er eins og að velja sér uppáhalds súkkulaði þegar súkkulaði er lífið.Uppáhalds bókin? Er í annarri umferð af Harry Potter með krökkunum mínum og svo er ég alltaf frekar mikið veik fyrir Guðrúnu frá Lundi. En ég vísa í fyrri færslu um súkkulaðið.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hendrix með gúrku og pipar ef ég er í þannig aðstæðum annars er það íslenskt vatn beint úr læknum í útilegu. Vá, hvað ég get ekki beðið eftir því að það komi alvöru sumar.Uppáhalds þynnkumatur? Fínar húsmæður í Grafarvoginum verða ekki þunnar. En ef þær yrðu það þá færu þær örugglega að fá sér sveittann börger með frönskum og sósu í vandaðri lúgusjoppu.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði væri draumurinn en ég er búin að vera í námi og barneignum síðustu tólf árin svo æskuslóðirnar á Kópaskeri hafa verið að koma sterkt inn. En þar er bæði að finna menningu og stórkostlegar strendur.Hefur þú pissað í sundlaug? Já, ekki nýlega samt.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Maneater. Djók!Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Nauðgunar og ofbeldiskúltúrinn er alveg ótrúlega glatað dæmi.Á að banna flugelda? Ég er ekki hrifin af bannstefnum en ég held að það sé allt í góðu að taka samtalið um það hvort þetta sé réttlætanleg framkoma gagnvart dýrum og umhverfi. Ég er alveg skíthrædd við þessi fyrirbæri og held mig innan dyra.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Einhver sem er mikið á bekknum en fær alltaf að koma með af því að hún er fyndni frændinn.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Sjá meira