Verðlækkun í Ásgarði í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2018 08:35 Lax þreyttur í Soginu. Mynd úr safni Sogið hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö sumur í það minnsta og veiðin í fyrra var sú lélegasta í ánni frá upphafi. Það er margt sem þessu getur valdið en helst er nefnt ofveiði, litlar sleppingar og síðan netaveiðin í Hvítá og Ölfusá en hún tekur ansi drjúgt af laxi sem er á leiðinni upp í árnar í Árnesi. Það er sem betur fer komið stopp á netin svo þessi vatnasvæði eiga vonandi bjartari daga framundan. Einn af leigutökum í Soginu er Lax-Á en þeir eru með Ásgarðinn á sínum snærum. Ásgarður er eitt af bestu svæðinunum í ánni með Bíldsfellinu og á góðu ári er laxveiðin þarna um 300-400 laxar og mikið af bleikju sem getur orðið nokkuð væn. Lax-Á hefur ákveðið að lækka verðin í Ásgarði og breyta veiðifyrirkomulaginu. Eftir lækkun er verðið á dagsstönginni 19.000 - 37.000 og er veitt frá morgni til kvölds með hvíld um miðjan dag eins og veiðimenn þekkja. Stangirnar eru seldar án gistingar og hægt er að kaupa heila staka daga eða nokkra í senn. Hægt er að bóka húsið með ef þess er óskað. Það verður áhugavert að sjá hvernig aðrir leigutakar bregðast við þessu en víst er að veiðimenn taka þessu líklega fagnandi því það er nú ekki oft sem við flytjum fréttir af verðlækkunum hvað þá í jafn vinsælt veiðisvæði og Sogið. Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Bubbi: Geggjað fyrir börnin Veiði
Sogið hefur átt erfitt uppdráttar síðustu tvö sumur í það minnsta og veiðin í fyrra var sú lélegasta í ánni frá upphafi. Það er margt sem þessu getur valdið en helst er nefnt ofveiði, litlar sleppingar og síðan netaveiðin í Hvítá og Ölfusá en hún tekur ansi drjúgt af laxi sem er á leiðinni upp í árnar í Árnesi. Það er sem betur fer komið stopp á netin svo þessi vatnasvæði eiga vonandi bjartari daga framundan. Einn af leigutökum í Soginu er Lax-Á en þeir eru með Ásgarðinn á sínum snærum. Ásgarður er eitt af bestu svæðinunum í ánni með Bíldsfellinu og á góðu ári er laxveiðin þarna um 300-400 laxar og mikið af bleikju sem getur orðið nokkuð væn. Lax-Á hefur ákveðið að lækka verðin í Ásgarði og breyta veiðifyrirkomulaginu. Eftir lækkun er verðið á dagsstönginni 19.000 - 37.000 og er veitt frá morgni til kvölds með hvíld um miðjan dag eins og veiðimenn þekkja. Stangirnar eru seldar án gistingar og hægt er að kaupa heila staka daga eða nokkra í senn. Hægt er að bóka húsið með ef þess er óskað. Það verður áhugavert að sjá hvernig aðrir leigutakar bregðast við þessu en víst er að veiðimenn taka þessu líklega fagnandi því það er nú ekki oft sem við flytjum fréttir af verðlækkunum hvað þá í jafn vinsælt veiðisvæði og Sogið.
Mest lesið Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Bubbi: Geggjað fyrir börnin Veiði