Óútskýrð hækkun bílatrygginga Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2018 06:00 Þótt umferðarslysum fækki og bílverð lækki hækka bílatryggingar langt umfram almennt verðlag. Vísir/Anton Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er því um 16,5% hækkun að ræða umfram almennar verðlagshækkanir. Fram kemur einnig í könnun Verðlagseftirlits ASÍ að ýmsir ytri áhrifaþættir eru þó hagstæðir fyrir tryggingafélögin eins og miklar verðlækkanir á bílum, sem nema 13% og 22% verðlækkun á varahlutum á sama tíma, auk þess sem umferðarslysum fer fækkandi. Þrátt fyrir þetta sjá tryggingafélögin ástæðu til að hækka verð á bílatryggingum, þau hagnast sem aldrei fyrr og greiða á sama tíma út milljarða í arð. Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum.Lækkað verð bíla og varahluta Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en verð á bílum og varahlutum er meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á verð bílatrygginga. Það vekur því athygli hversu hratt tryggingar hafa hækkað á undanförnum árum miðað við þróun þessara áhrifaþátta. Viðskiptavinir tryggingafélaganna fá ekki að njóta góðs af jákvæðri afkomu tryggingafélaganna heldur rennur hún beint í vasa hluthafa á sama tíma og viðskiptavinir sjá verð bílatrygginga hækka ár hvert. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent
Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er því um 16,5% hækkun að ræða umfram almennar verðlagshækkanir. Fram kemur einnig í könnun Verðlagseftirlits ASÍ að ýmsir ytri áhrifaþættir eru þó hagstæðir fyrir tryggingafélögin eins og miklar verðlækkanir á bílum, sem nema 13% og 22% verðlækkun á varahlutum á sama tíma, auk þess sem umferðarslysum fer fækkandi. Þrátt fyrir þetta sjá tryggingafélögin ástæðu til að hækka verð á bílatryggingum, þau hagnast sem aldrei fyrr og greiða á sama tíma út milljarða í arð. Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum.Lækkað verð bíla og varahluta Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en verð á bílum og varahlutum er meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á verð bílatrygginga. Það vekur því athygli hversu hratt tryggingar hafa hækkað á undanförnum árum miðað við þróun þessara áhrifaþátta. Viðskiptavinir tryggingafélaganna fá ekki að njóta góðs af jákvæðri afkomu tryggingafélaganna heldur rennur hún beint í vasa hluthafa á sama tíma og viðskiptavinir sjá verð bílatrygginga hækka ár hvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent