Ömmuþema í bland við byltingar og margt fleira Magnús Guðmundsson skrifar 17. maí 2018 08:00 Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir hafa haft í mörgu að snúast í aðdraganda hátíðarinnar. Vísir/stefán Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda er fyrir löngu orðin fastur liður um hvítasunnuhelgina og mikilvægur hluti af menningarlífinu. Hátíðin hefur nú verið haldin í tólf ár og hefur á þeim tíma vaxið jafnt og þétt en það eru kvikmyndagerðarkonurnar Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir sem bera hitann og þungann af skipulagningu og utanumhaldi í ár. Helga Rakel segir að dagskráin sé sérstaklega glæsileg í ár en þó svo að hún sé löngu frágengin sé enn í mörg horn að líta. „Við erum að ferja hundrað og fimmtíu manns til Patreksfjarðar auk allra hinna gestanna sem koma til bæjarins til þess að njóta hátíðarinnar.“Grasrót sem smitar Aðspurð hvers vegna sé verið að halda heimildarmyndahátíð á Patreksfirði en ekki til að mynda í Reykjavík segir Helga Rakel að það komi til af tvennu. „Í fyrsta lagi þá er Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Þetta er ótrúlega fallegt bíó sem Lionsmenn hafa staðið vörð um í gegnum árin. Fyrstu níu árin sem hátíðin var haldin var eingöngu hægt að sýna myndir af filmu í húsinu með gamalli vél sem alveg svínvirkaði. En núna hafa Lionsmenn safnað fyrir alveg rosalega góðu PCB-sýningarkerfi og hafa verið með reglulegar bíósýningar í húsinu. Í öðru lagi þá var það þannig að upphafsmenn hátíðarinnar dvöldu talsvert á Patreksfirði á þeim tíma og þeim fannst svo alveg fáránlegt að nota þetta hús ekki til þess að gera eitthvað stórkostlegt og það má svo sannarlega segja að þeim hafi tekist það enda er alltaf alveg rosalega gaman á Skjaldborg.“ Helga Rakel segir að það sé svo auðvitað ekki síður mikilvægt hvað Skjaldborg er mikilvægur vettvangur fyrir heimildarmyndagerðarfólk á Íslandi. „Hluti af því hversu hátíðin er öflug er að hún er haldin á Patreksfirði vegna þess að það er svo gott að komast í burtu og vera með allan fókus á heimildarmyndir, hitta aðra heimildarmyndagerðarmenn og hafa gaman. Þetta er svona mínísamfélag í þrjá daga og fólk tengist sterkum böndum og líka hátíðinni og staðnum. Þetta leynir sér ekki, því að sama fólkið sækir hátíðina ár eftir ár. Það eru líka margir sem eru alltaf á leiðinni og þegar þeir loksins drífa sig þá láta þeir sig aldrei vanta eftir það,“ segir Helga Rakel og gleðst yfir vinsældum hátíðarinnar.Það er alltaf mikið líf og fjör á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði.Atli Már HafsteinssonHún bendir jafnframt á að sumarið í íslenskri kvikmyndagerð sé svo sannarlega ekki einvörðungu í leiknum kvikmyndum. „Í heimildarmyndagerðinni er líka ákveðin grasrót sem síðan smitast inn í leiknu myndirnar sem horfa til heimildarmyndanna varðandi t.d. bæði efni og efnistök. Þannig að heimildarmyndagerðin er um margt leiðandi afl sem er sérstaklega gaman að fylgjast með."Vinnur gegn einsleitni Helga Rakel segir að á dagskránni í ár séu fjölmargar spennandi myndir sem sé vissulega erfitt að gera upp á milli. „Opnunarmyndin í ár heitir UseLess og er eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur. Þar skerpa þær á því hvað við erum að fara illa með jörðina með neyslu á mat og klæðum en hún sýnir okkur líka hversu auðvelt getur verið að breyta þessu með því að hægja aðeins á. Þetta er mynd með mikilvægt erindi og því settum við hana sem opnunarmynd. Þarna er vissulega verið að hvetja til ákveðinnar byltingar og það er líka byltingarþema í fleiri myndum. Þar má nefna myndir eins og Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason sem segir frá því þegar íslenskir stúdentar tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi til þess að mótmæla bágum kjörum. Svo er það líka Litla Moskva, eftir Grím Hákonarson sem fjallar um Neskaupstað og allt húllumhæið í kringum pólitíkina þar.“ Aðspurð hvort þessar myndir séu vísbending um að það sé eðli heimildarmynda að vera gagnrýnar og róttækar þá tekur Helga Rakel ekki fyrir það. „Já, og þá jafnvel bæði í efni og efnistökum. Heimildarmyndir beina ljósinu oft að hlutum sem annars er ekki fjallað um og þetta er svo stórt mengi. Það eru þarna sögulegar myndir, viðtalsmyndir, ljóðrænar myndir.“Þannig er til að mynda líka ákveðið ömmuþema á hátíðinni í ár enda erum við með tvær stuttar og persónulegar ömmumyndir auk þess sem Harpa Fönn er að kynna kvikmyndina Amma dreki.“ En svo má líka nefna myndina Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur. Hún segir frá því þegar dóttir Önnu Þóru fór til Sambíu til þess að leita upprunans og hitta ömmu sína. Þannig að það er svo sannarlega ömmuþema í ár í bland við byltinguna en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Það virðist vera umtalsverð aukning í áhuga almennings á heimildarmyndum og eflaust má að einhverju leyti rekja það til efnisveitunnar Netflix. Helga Rakel segir að það sé vissulega rétt en bendir á að það þurfi líka að hafa í huga að Netflix sé greinilega með ákveðna stefnu í þessum efnum. „Það er ákveðin tegund af heimildarmyndum sem er orðin ríkjandi einmitt vegna Netflix og þess vegna eru hátíðir eins og Skjaldborg svo mikilvægar. Þar gefst fólki tækifæri til þess að sjá eitthvað sem Netflix myndi aldrei sýna og varla RÚV. En hátíð á borð við Skjaldborg vinnur gegn þessari einsleitni og við þurfum öll að vera meðvituð um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda er fyrir löngu orðin fastur liður um hvítasunnuhelgina og mikilvægur hluti af menningarlífinu. Hátíðin hefur nú verið haldin í tólf ár og hefur á þeim tíma vaxið jafnt og þétt en það eru kvikmyndagerðarkonurnar Helga Rakel Rafnsdóttir og Kristín Andrea Þórðardóttir sem bera hitann og þungann af skipulagningu og utanumhaldi í ár. Helga Rakel segir að dagskráin sé sérstaklega glæsileg í ár en þó svo að hún sé löngu frágengin sé enn í mörg horn að líta. „Við erum að ferja hundrað og fimmtíu manns til Patreksfjarðar auk allra hinna gestanna sem koma til bæjarins til þess að njóta hátíðarinnar.“Grasrót sem smitar Aðspurð hvers vegna sé verið að halda heimildarmyndahátíð á Patreksfirði en ekki til að mynda í Reykjavík segir Helga Rakel að það komi til af tvennu. „Í fyrsta lagi þá er Skjaldborgarbíó á Patreksfirði. Þetta er ótrúlega fallegt bíó sem Lionsmenn hafa staðið vörð um í gegnum árin. Fyrstu níu árin sem hátíðin var haldin var eingöngu hægt að sýna myndir af filmu í húsinu með gamalli vél sem alveg svínvirkaði. En núna hafa Lionsmenn safnað fyrir alveg rosalega góðu PCB-sýningarkerfi og hafa verið með reglulegar bíósýningar í húsinu. Í öðru lagi þá var það þannig að upphafsmenn hátíðarinnar dvöldu talsvert á Patreksfirði á þeim tíma og þeim fannst svo alveg fáránlegt að nota þetta hús ekki til þess að gera eitthvað stórkostlegt og það má svo sannarlega segja að þeim hafi tekist það enda er alltaf alveg rosalega gaman á Skjaldborg.“ Helga Rakel segir að það sé svo auðvitað ekki síður mikilvægt hvað Skjaldborg er mikilvægur vettvangur fyrir heimildarmyndagerðarfólk á Íslandi. „Hluti af því hversu hátíðin er öflug er að hún er haldin á Patreksfirði vegna þess að það er svo gott að komast í burtu og vera með allan fókus á heimildarmyndir, hitta aðra heimildarmyndagerðarmenn og hafa gaman. Þetta er svona mínísamfélag í þrjá daga og fólk tengist sterkum böndum og líka hátíðinni og staðnum. Þetta leynir sér ekki, því að sama fólkið sækir hátíðina ár eftir ár. Það eru líka margir sem eru alltaf á leiðinni og þegar þeir loksins drífa sig þá láta þeir sig aldrei vanta eftir það,“ segir Helga Rakel og gleðst yfir vinsældum hátíðarinnar.Það er alltaf mikið líf og fjör á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði.Atli Már HafsteinssonHún bendir jafnframt á að sumarið í íslenskri kvikmyndagerð sé svo sannarlega ekki einvörðungu í leiknum kvikmyndum. „Í heimildarmyndagerðinni er líka ákveðin grasrót sem síðan smitast inn í leiknu myndirnar sem horfa til heimildarmyndanna varðandi t.d. bæði efni og efnistök. Þannig að heimildarmyndagerðin er um margt leiðandi afl sem er sérstaklega gaman að fylgjast með."Vinnur gegn einsleitni Helga Rakel segir að á dagskránni í ár séu fjölmargar spennandi myndir sem sé vissulega erfitt að gera upp á milli. „Opnunarmyndin í ár heitir UseLess og er eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur. Þar skerpa þær á því hvað við erum að fara illa með jörðina með neyslu á mat og klæðum en hún sýnir okkur líka hversu auðvelt getur verið að breyta þessu með því að hægja aðeins á. Þetta er mynd með mikilvægt erindi og því settum við hana sem opnunarmynd. Þarna er vissulega verið að hvetja til ákveðinnar byltingar og það er líka byltingarþema í fleiri myndum. Þar má nefna myndir eins og Bráðum verður bylting! eftir Hjálmtý Heiðdal og Sigurð Skúlason sem segir frá því þegar íslenskir stúdentar tóku sendiráð Íslands í Stokkhólmi til þess að mótmæla bágum kjörum. Svo er það líka Litla Moskva, eftir Grím Hákonarson sem fjallar um Neskaupstað og allt húllumhæið í kringum pólitíkina þar.“ Aðspurð hvort þessar myndir séu vísbending um að það sé eðli heimildarmynda að vera gagnrýnar og róttækar þá tekur Helga Rakel ekki fyrir það. „Já, og þá jafnvel bæði í efni og efnistökum. Heimildarmyndir beina ljósinu oft að hlutum sem annars er ekki fjallað um og þetta er svo stórt mengi. Það eru þarna sögulegar myndir, viðtalsmyndir, ljóðrænar myndir.“Þannig er til að mynda líka ákveðið ömmuþema á hátíðinni í ár enda erum við með tvær stuttar og persónulegar ömmumyndir auk þess sem Harpa Fönn er að kynna kvikmyndina Amma dreki.“ En svo má líka nefna myndina Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur. Hún segir frá því þegar dóttir Önnu Þóru fór til Sambíu til þess að leita upprunans og hitta ömmu sína. Þannig að það er svo sannarlega ömmuþema í ár í bland við byltinguna en það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Það virðist vera umtalsverð aukning í áhuga almennings á heimildarmyndum og eflaust má að einhverju leyti rekja það til efnisveitunnar Netflix. Helga Rakel segir að það sé vissulega rétt en bendir á að það þurfi líka að hafa í huga að Netflix sé greinilega með ákveðna stefnu í þessum efnum. „Það er ákveðin tegund af heimildarmyndum sem er orðin ríkjandi einmitt vegna Netflix og þess vegna eru hátíðir eins og Skjaldborg svo mikilvægar. Þar gefst fólki tækifæri til þess að sjá eitthvað sem Netflix myndi aldrei sýna og varla RÚV. En hátíð á borð við Skjaldborg vinnur gegn þessari einsleitni og við þurfum öll að vera meðvituð um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira