Spilar í stóra eplinu með nokkrum æskuhetjum Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. maí 2018 06:00 Benni hefur séð um hiphop þáttinn Kronik ásamt Robba Kronik í ótalmörg ár. Plötusnúðurinn DJ B-Ruff heldur út til New York borgar nú í lok mánaðar, 24. til 26. maí, þar sem hann ætlar að spila á nokkrum klúbbum. Þetta er í fjórða sinn sem B-Ruff, eða Benedikt Freyr Jónsson eins og mamma hans kallar hann, fer til New York til að leika tónlist fyrir Kanann. Einn klúbbanna, Fat Buddha, stærir sig af ansi merkilegum lista af föstum plötusnúðum. Hann spilar svo á The Roof og Mr. Purple. „Fat Buddah er með plötusnúða sem maður ólst upp við að hlusta á: Maseo úr De La Soul, Boogie Blind sem hefur verið með Lord Finesse, Pharoahe Monch og Cypress Hill, Roli Rho, Grandmaster Wizard og Timothy Martello svo einhverjir séu nefndir. Fat Buddah er lítill en nettur staður. Svo er The Roof aðeins stærri og Mr. Purple er „rooftop brunch“ staður.“ Benni er búinn að vera einn af aðalplötusnúðum Reykjavíkur í fleiri ár og hefur haldið úti útvarpsþættinum Kronik með Robba Kronik alveg síðan allir vinsælustu rapparar landsins um þessar mundir voru með bleyju.Hvernig kemur það til að þú ert á leiðinni út til stóra eplisins? „Ég kynntist tveimur dj-um frá NY þegar ég spilaði þar í fyrsta skiptið. Síðan bókaði ég þá á Íslandi. Þeir spiluðu meðal annars á Prikinu þegar þeir mættu hingað til lands. Núna eru þeir plötusnúðar sem spila úti um allan heim, atvinnumenn. Þeir hafa svo verið að redda mér verkefnum þarna úti.“ Um er að ræða plötusnúðana DJ Equal og Timothy Martello en Equal hefur komið þrisvar til landsins síðan. Er þetta upphafið að ferðalagi um heiminn? „Klárt mál – Ruff n world tour,“ segir Benni hlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Plötusnúðurinn DJ B-Ruff heldur út til New York borgar nú í lok mánaðar, 24. til 26. maí, þar sem hann ætlar að spila á nokkrum klúbbum. Þetta er í fjórða sinn sem B-Ruff, eða Benedikt Freyr Jónsson eins og mamma hans kallar hann, fer til New York til að leika tónlist fyrir Kanann. Einn klúbbanna, Fat Buddha, stærir sig af ansi merkilegum lista af föstum plötusnúðum. Hann spilar svo á The Roof og Mr. Purple. „Fat Buddah er með plötusnúða sem maður ólst upp við að hlusta á: Maseo úr De La Soul, Boogie Blind sem hefur verið með Lord Finesse, Pharoahe Monch og Cypress Hill, Roli Rho, Grandmaster Wizard og Timothy Martello svo einhverjir séu nefndir. Fat Buddah er lítill en nettur staður. Svo er The Roof aðeins stærri og Mr. Purple er „rooftop brunch“ staður.“ Benni er búinn að vera einn af aðalplötusnúðum Reykjavíkur í fleiri ár og hefur haldið úti útvarpsþættinum Kronik með Robba Kronik alveg síðan allir vinsælustu rapparar landsins um þessar mundir voru með bleyju.Hvernig kemur það til að þú ert á leiðinni út til stóra eplisins? „Ég kynntist tveimur dj-um frá NY þegar ég spilaði þar í fyrsta skiptið. Síðan bókaði ég þá á Íslandi. Þeir spiluðu meðal annars á Prikinu þegar þeir mættu hingað til lands. Núna eru þeir plötusnúðar sem spila úti um allan heim, atvinnumenn. Þeir hafa svo verið að redda mér verkefnum þarna úti.“ Um er að ræða plötusnúðana DJ Equal og Timothy Martello en Equal hefur komið þrisvar til landsins síðan. Er þetta upphafið að ferðalagi um heiminn? „Klárt mál – Ruff n world tour,“ segir Benni hlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00 Mest lesið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Sjá meira
Markmiðið að kynna alvöru street food Box verður götumarkaður þar sem hægt verður að kaupa sér spennandi götumat, tísku og horfa á HM í knattspyrnu – allt saman í Skeifunni. Herlegheitin munu verða opin frá 1. júní til 29. júlí í sumar. 8. mars 2018 06:00