Segir karla þurfa að taka á sig launalækkun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. maí 2018 21:08 Leikkonan Salma Hayek segir að tíminn sé runninn upp. Vísir/Getty Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“ Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Leikkonan Salma Hayek segir að ef hálaunuðum karlkyns leikurum sé alvara með að styðja jafnrétti kynjanna, þurfi þeir að taka á sig launalækkun. Hayek hefur verið áberandi í Time‘s Up og #MeToo byltingunum. Í viðtali á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sagði Hayek að það væri ekki hjá því komist að karlkyns framleiðendur og leikarar lækki launakröfur sínar ef laga eigi launabilið í kvikmyndabransanum. Hayek sagði í viðtalinu að á meðan launakröfur karlanna héldust óbreyttar þá sé lítið sem ekkert eftir fyrir leikkonurnar. „Tíminn er runninn upp. Þið áttuð gott skeið en það er nú kominn tími til að vera örlátir við leikkonurnar,“ sagði Hayek og bætti við að hún vonaði að hún fengi áfram verkefni eftir að segja þetta.Spennandi tími Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. Hayek tók þar þátt ásamt leikkonum eins og Cate Blanchett og Kristen Stewart. Konurnar gengu hönd í hönd niður rauða dregilinn og Cate Blanchett talaði um kynjamisrétti í iðnaðinum. „Við erum 82 konur sem komum fram fyrir hönd fjölda kvenkyns leikstjóra sem hafa gengið upp þessar tröppur síðan á fyrstu Cannes kvikmyndahátíðinni árið 1946. Síðan þá hafa 1.688 karlkyns leikstjórar gengið upp þessar sömu tröppur,“ sagði Blanchett og bætti við að hin virtu verðlaun Gullpálminn hafi aðeins verið veittur einni konu, en 71 karlmanni. Þetta er fyrsta Cannes kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið síðan MeToo byltingin hófst og ásakanir á hendur Harvey Weinstein um kynferðislegt ofbeldi litu dagsins ljós. Á umræðufundi á hátíðinni sagði Hayek að þetta væri spennandi tími fyrir karlmenn í Hollywood. „Menn hafa tækifæri til þess að endurhugsa hvað það þýðir að vera karlmaður og með því fylgir mikið frelsi.“
Cannes MeToo Tengdar fréttir Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30 Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49 Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Neyðarsími vegna kynferðisofbeldis á Cannes kvikmyndahátíðinni Ein af þeim nauðgunum sem Harvey Weinstein er sakaður um átti sér stað á Cannes hátíðinni, 27. apríl 2018 23:30
Kona fer í stríð valin til sýningar á Cannes Kvikmynd Benedikts Erlingssonar keppir á Critic's Week á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí. 16. apríl 2018 11:49
Konur mótmæltu misrétti á rauða dreglinum í Cannes Tugir leikkvenna og annarra kvenna í kvikmyndageiranum mótmæltu kynjamisrétti innan geirans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 13. maí 2018 09:27