Sarah Jessica Parker elskar íslenskt kókoshnetuskyr Benedikt Bóas skrifar 14. maí 2018 06:00 Leikkonan stórkostlega Sarah Jessica Parker er mikill aðdáandi íslenska alvöru skyrsins og vill engar eftirlíkingar. Vísir/Afp „Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Þetta verður allt búið á mánudag. Ég sé persónulega um skyrið með kókoshnetu bragðinu,“ segir leikkonan Sarah Jessica Parker á Instagram síðu sinni en þar deilir hún mynd af troðfullum ísskáp þeirra hjóna, Matthew Broderick sem einnig er þekktur leikari í Hollywood, af íslensku skyri. Hjónakornin höfðu fyllt ísskápinn af skyri sem framleitt er í Bandaríkjunum en gert af ameríku armi MS, Icelandic Provisions og var framleitt á Selfossi þar til í fyrra. „Við vissum að hún væri mikill aðdáandi og að deila svona mynd skiptir auðvitað heilmiklu máli,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS. Ari bendir á að þó Sarah Jessica sé væntanlega stærsta stjarnan til að hæla vörunni þá séu fleiri þekktir einstaklingar ytra búnir að gera slíkt hið sama. Enda gengur salan vel. Meira að segja mjög vel. „Þetta er sú vara sem er í hvað örustum vexti um þessar mundir og mælist söluaukningin í hundruðum prósenta. Síðasta ár hefur salan aukist um hartnær 400 prósent,“ segir Ari. Alls eru níu bragðtegundir í boði vestanhafs og skilur Ari vel í Söru Jessicu að vera ánægð með kókoshnetubragðið. Hann er sjálfur á þeim vagni. „Kókoshnetubragðið er ein af nýjustu bragðtegundum. Það er í uppáhaldi hjá mér líka.“ Skyrið sem framleitt er undir þessu merki er íslensk uppskrift og er örlítið breytt frá hinni aldagömlu hefð sem við Íslendingar höfumborðað í rúm þúsund ár. „Það var alltaf meiningin að þegar umfangið næði ákveðnu stigi þá myndi framleiðslan flytjast frá Selfossi og vestur um haf. Nú hefur það gerst enda um 5.000 búðir komnar með þetta skyr í sínar verslanir og fjölgar ört. Þannig það er gott hljóð í okkur,“ segir forstjórinn ánægður. This will all be gone by Monday. I will personally take care of the coconut. We can't be the only ones. X,SJ Ps this is our refrigerator A post shared by SJP (@sarahjessicaparker) on May 4, 2018 at 3:56pm PDT
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira