Birtir lista yfir þá sem fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 22:12 Djúpavík tilheyrir Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. visir/stefán Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og Vestfirðingur, birtir á heimasíðu sinni í kvöld lista yfir fólk sem hann segir að hafi flutt lögheimili sitt í Árneshrepp á Ströndum dagana fyrir 5. maí síðastliðinn. Þó nokkuð hefur verið fjallað um málið í dag þar sem Þjóðskrá hefur nú ákveðið að skoða lögheimilisflutninga sautján einstaklinga í kringum síðustu mánaðamót en Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Fjölgun íbúa nemur því 38 prósentum. Kristinn segir á vef sínum að miðað við íbúaskrá Árneshrepps virðast nýir íbúar í hreppnum vera átján talsins en ekki sautján. Íbúaskráin virðist ekki aðgengileg á vefnum hjá neinum opinberum aðila með þeim hætti sem Kristinn birtir nöfn íbúanna en við þau stendur úr hvaða sveitarfélagi viðkomandi flutti lögheimili sitt. Listann sem Kristinn birti í kvöld má sjá neðst í fréttinni. Sagðar málamyndaskráningar Blaðamaður fletti upp þeim nöfnum í þjóðskrá sem Kristinn birtir og það passar að viðkomandi einstaklingar eru skráðir með lögheimili í Árneshreppi. Hins vegar er ekki hægt að sjá hvenær einstaklingur flutti lögheimili sitt en Hrafn Jökulsson, einn af þeim sem eru á listanum, staðfesti í samtali við Vísi að hann hefði nýlega flutt lögheimili sitt í hreppinn. „Ég tók ákvörðun um það fyrir löngu að fara á mínar gömlu slóðir fyrir norðan, hef búið þarna og haft tengsl við þessa sveit í 40 ár. Það er bara óháð og ég er eins og margir ungir menn að gefast upp á húsnæðisskorti í Reykjavík þannig að það er gott að flytja sig um set í sveitina. Annars skipti ég mér ekkert af þessum hvelli sem hefur orðið enda hef ég satt að segja ekki haft tíma til þess að kynna mér fréttir af þessu enda snýst allt um skákina núna hjá okkur,“ segir Hrafn en hann er forseti Hróksins sem nú stendur fyrir skákmaraþoni til styrktar börnum í Jemen. Í minnisblaði sem lögmannsstofan Sókn vann vegna lögheimilisskráninganna fyrir Árneshrepp eru þær sagðar bera með sér að vera „málamyndaskráningar“ vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Mikil átök hafa verið í hreppnum undanfarin misseri vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar og er það stærsta kosningamálið. Samkvæmt lögum um kosningar til sveitarstjórna getur það varðað sektum að gefa villandi upplýsingar um meðal annars ef maður telur sig til málamynda eiga lögheimili í sveitarfélagi. Er það verkefni lögreglunnar að rannsaka slík mál ef þau koma upp. Í samtali við mbl.is í kvöld sagði Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands, að til að eiga lögheimili á tilteknum stað þarf fólk, samkvæmt lögheimilislögum, að eiga þar fasta búsetu.Listinn sem Kristinn H. Gunnarsson birti fyrr í kvöld:Drangar:Brynhildur Sæmundsdóttir f. 1928 ReykjavíkSnorri Páll Jónsson ReykjavíkÁsgeir Örn Arnarson ReykjavíkÓlína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, HelluSighvatur Lárusson Hvammi, HelluKristín Ómarsdóttir ReykjavíkÓskar Kristinsson AkranesFríða Ingimarsdóttir AkranesKristján E. Karlsson ReykjavíkBryndís Hrönn Ragnarsdóttir ReykjavíkGunnhildur Hauksdóttir Reykjavík Seljanes:Lára Valgerður Ingólfsdóttir ReykjavíkJón Leifur Óskarsson f. 1937 ReykjavíkBirkir Jónsson Reykjavík Kaupfélagshús:Hrafn Jökulsson ReykjavíkÞórhildur Hrafnsdóttir ReykjavíkRóshildur Arna Ólafsdóttir AkureyriHelga Österby Þórðardóttir
Árneshreppur Tengdar fréttir Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Íbúum fjölgað um 39 prósent í aðdraganda kosninganna "Málamyndaskráningar,“ segir í minnisblaði Árneshrepps, en íbúum fjölgaði um 39 prósent á tveimur vikum. Stærsta kosningamálið er Hvalárvirkjun. 11. maí 2018 06:00