Formaður VR og forstjóri Hörpu funda: „Jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2018 19:48 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Sigtryggur Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. Þetta segir hann í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá fundi þeirra sem verður að sögn Ragnars næstkomandi fimmtudag. Mikill styr hefur staðið um Hörpu undanfarið eftir að nánast allir þjónustufulltrúar hússins sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Þeir voru ekki síst óánægðir með það að hafa verið gert að lækka í launum um áramótin eftir að fregnir bárust af því að forstjóri hússins hefði fengið launahækkun í fyrra. Ragnar Þór hefur harðlega gagnrýnt framkomu stjórnenda Hörpu við starfsmenn hússins og lýsti því meðal annars yfir í vikunni að VR væri hætt viðskiptum við húsið. Hann segir jákvætt að hann og Svanhildur muni funda. „Ég reikna með því að við séum fyrst og fremst að fara yfir þessa stöðu sem er komin upp. Það er bara mjög jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman. Málið snýst um að fá einhverja lausn og hún fæst ekkert öðruvísi en að fólk setjist niður og ræði málin,“ segir Ragnar.Hjarta hússins fólgið í starfseminni og starfsfólkinu Hann mun funda með þjónustufulltrúum hússins á mánudag og þá ætti eitthvað að fara að skýrast hvert framhaldið verður. Aðspurður hvað væri ákjósanleg lausn að hans mati segir Ragnar: „Það eina sem skiptir okkur máli er starfsfólkið, þjónustufulltrúarnir, það er það sem við leggjum mestu áhersluna á.“ Þá nefnir hann líka afstöðu ríkis og borgar til málsins en Reykjavíkurborg og ríkið eiga Hörpu. Þjóðin sé því í raun eigandinn. „Við enduðum með þetta í fanginu eftir hrunið. Ef við ætlum að ná einhverri sátt um þessa starfsemi, sem þó náðist, og það hefur náðst ótrúlegur árangur. Þetta var einn aðalminnisvarði hrunsins sem maður keyrði framhjá á sínum tíma. Ég held að það hafi alveg legið fyrir að fólkið myndi aldrei standa undir sér rekstrarlega séð en það þarf að vera einhver eigendastefna sem er mynduð af ríkinu og borginni hvernig við ætlum að reka húsið. Hjarta hússins er fólgið í starfsemi og starfsfólki og það verður aldrei sátt um húsið ef það á að reka það á svipuðum rekstrargrundvelli og fyrirtæki þar sem rekstrargrundvöllurinn er hæpinn,“ segir Ragnar. Spurður út í það hvort að hann muni fara fram með einhverjar kröfur fyrir hönd þjónustufulltrúanna á fundinum með Svanhildi segir Ragnar: „Þetta eru okkar félagsmenn og fyrst og fremst ber okkur skylda til þess að taka upp þeirra málstað. Það er okkar markmið að finna einhverja lausn á þeirra málum. Þetta snýst náttúrulega um þeirra kjör og framkomu stjórnenda í þeirra garð. Síðan verðum við bara að sjá hver vilji þjónustufulltrúanna er, þeirra kröfur og væntingar. Við notum það til hliðsjónar þegar við förum og hittum síðan stjórnendur. En mestu máli skiptir að aðilar ætli að setjast niður og ræða málin.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur tekið boði Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra um fund í næstu viku. Þetta segir hann í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá fundi þeirra sem verður að sögn Ragnars næstkomandi fimmtudag. Mikill styr hefur staðið um Hörpu undanfarið eftir að nánast allir þjónustufulltrúar hússins sögðu upp störfum vegna óánægju með kjör sín. Þeir voru ekki síst óánægðir með það að hafa verið gert að lækka í launum um áramótin eftir að fregnir bárust af því að forstjóri hússins hefði fengið launahækkun í fyrra. Ragnar Þór hefur harðlega gagnrýnt framkomu stjórnenda Hörpu við starfsmenn hússins og lýsti því meðal annars yfir í vikunni að VR væri hætt viðskiptum við húsið. Hann segir jákvætt að hann og Svanhildur muni funda. „Ég reikna með því að við séum fyrst og fremst að fara yfir þessa stöðu sem er komin upp. Það er bara mjög jákvætt þegar fólk sest niður og talar saman. Málið snýst um að fá einhverja lausn og hún fæst ekkert öðruvísi en að fólk setjist niður og ræði málin,“ segir Ragnar.Hjarta hússins fólgið í starfseminni og starfsfólkinu Hann mun funda með þjónustufulltrúum hússins á mánudag og þá ætti eitthvað að fara að skýrast hvert framhaldið verður. Aðspurður hvað væri ákjósanleg lausn að hans mati segir Ragnar: „Það eina sem skiptir okkur máli er starfsfólkið, þjónustufulltrúarnir, það er það sem við leggjum mestu áhersluna á.“ Þá nefnir hann líka afstöðu ríkis og borgar til málsins en Reykjavíkurborg og ríkið eiga Hörpu. Þjóðin sé því í raun eigandinn. „Við enduðum með þetta í fanginu eftir hrunið. Ef við ætlum að ná einhverri sátt um þessa starfsemi, sem þó náðist, og það hefur náðst ótrúlegur árangur. Þetta var einn aðalminnisvarði hrunsins sem maður keyrði framhjá á sínum tíma. Ég held að það hafi alveg legið fyrir að fólkið myndi aldrei standa undir sér rekstrarlega séð en það þarf að vera einhver eigendastefna sem er mynduð af ríkinu og borginni hvernig við ætlum að reka húsið. Hjarta hússins er fólgið í starfsemi og starfsfólki og það verður aldrei sátt um húsið ef það á að reka það á svipuðum rekstrargrundvelli og fyrirtæki þar sem rekstrargrundvöllurinn er hæpinn,“ segir Ragnar. Spurður út í það hvort að hann muni fara fram með einhverjar kröfur fyrir hönd þjónustufulltrúanna á fundinum með Svanhildi segir Ragnar: „Þetta eru okkar félagsmenn og fyrst og fremst ber okkur skylda til þess að taka upp þeirra málstað. Það er okkar markmið að finna einhverja lausn á þeirra málum. Þetta snýst náttúrulega um þeirra kjör og framkomu stjórnenda í þeirra garð. Síðan verðum við bara að sjá hver vilji þjónustufulltrúanna er, þeirra kröfur og væntingar. Við notum það til hliðsjónar þegar við förum og hittum síðan stjórnendur. En mestu máli skiptir að aðilar ætli að setjast niður og ræða málin.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00 Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46 Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Laun stjórnar Hörpu voru hækkuð Eigendur Hörpu samþykktu að hækka laun stjórnarmanna um 7.500 krónur á mánuði á aðalfundi fyrir tveimur vikum. Þetta var fyrsta launahækkun stjórnarmanna í fimm ár. 10. maí 2018 19:00
Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Pattstaða í málefnum tónlistarhússins. 9. maí 2018 11:46
Jakob og Vilhjálmur telja ómaklega að Svanhildi vegið Stjórnarmaður og fulltrúi í listráði Hörpu rísa upp til varnar forstjóranum. 11. maí 2018 10:46