Bílbelti losna í nýlegum VW Polo Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 08:09 Volkswagen segist vita af vandanum. Vísir/afp Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra. Bílar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent
Nýjasta gerð Volkswagen Polo er búin gölluðum öryggisbeltum. Þetta er meðal niðurstaðna sjálfstæðrar rannsóknar sem finnskt bílablað réðst í á dögunum. Eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir hefur Volkswagen viðurkennt að bílbeltið í vinsta aftursæti Polo-bifreiðanna kunni að vera óöruggt. Rannsókn finnska bílablaðsins Tekniikan Maailma leiddi í ljós að þegar Polo var ekið á miklu hraða, meðan öll bílbeltin í aftursætunum voru spennt, átti bílbeltið vinstra megin það til að losna fyrirvaralaust. Á vef Guardian segir að þessi galli eigi einkum við um nýjustu gerð Polo-bíla, sem og bíla af gerðinni Seat Arona og Seat Ibiza, en ekki er útilokað að gallinn kunni að vera til staðar í öðrum nýlegum bílum frá Volkswagen. Finnska bílablaðið komst að því að beltið átti einna helst til að losna þegar fimm farþegar voru í bílnum og bílstjórinn skipti um akrein á miklum hraða. Volkswagen segist vera meðvitað um gallann og hvetur fólk til að nota ekki miðju-sætisbeltið meðan fyrirtækið finnur lausn á vandanum. Búist er við því að ráðist verði í innköllum á nýlegum Polo-bifreiðum en þær hafa notið töluverðra vinsælda. Polo var til að mynda sjöundi mest seldi bíllinn í Bretlandi í fyrra.
Bílar Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent