Meðalhækkun sjálfstæðra ljósmæðra var 16,5 prósent Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2018 07:00 Frá mótmælaaðgerðum ljósmæðra við Karphúsið. Vísir/eyþór Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Meðalhækkun fyrir verk samkvæmt nýjum rammasamningi sjálfstætt starfandi ljósmæðra í heimaþjónustu við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) er 16,5 prósent. Algengustu liðirnir samkvæmt samningnum hækka um sem nemur rúmum tíu prósentum. Sjálfstætt starfandi ljósmæður lögðu niður störf þann 23. apríl en samningur þeirra við SÍ hafði runnið út í febrúar. Samkomulag náðist þann 27. apríl en það var nýlega birt á heimasíðu SÍ. Samkvæmt samkomulaginu hækkar einingaverð um 4,4 prósent úr 283,5 krónum á einingu upp í 296 krónur. Fyrir hverja vitjun fá ljósmæðurnar greitt ákveðið margar einingar en þær eru mismunandi eftir því hvort um heima- eða keisarafæðingu er að ræða eða eftir því í hvaða heilsufarsflokk sængurkonan fellur hverju sinni. Fyrir vitjun nú fást 10 þúsund krónur hið minnsta. Á samningnum er einnig að finna lið fyrir heimafæðingar en langflestar einingar fást fyrir slíka þjónustu. „Fyrir hverja vitjun er áætluð um tveggja tíma vinna. Hver vitjun tekur frá klukkustund og upp í tvær og síðan fylgir pappírsvinna, skil á blóðprufum, akstur og ýmislegt tilfallandi,“ segir Arney Þórarinsdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmóðir 115 ljósmæður eru aðilar að rammasamningnum. Samkvæmt svari SÍ við fyrirspurn Fréttablaðsins eru virkustu ljósmæðurnar að fara í um tvær vitjanir dag hvern og meðalfjöldi eininga á síðasta ári var 7.017. Umreiknað yfir í krónur nam það tæpum tveimur milljónum samkvæmt eldri samningi en tæpri 2,1 milljón með hinu nýja.Sjá einnig: „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Stór hluti þeirra sem starfa á samningnum eru einnig í öðru starfi, ýmist á LSH, heilsugæslum eða í mæðravernd. Slíkt endurspeglast mjög í dreifingu á einingafjölda þeirra. Þær fjörutíu ljósmæður sem unnu sér inn fæstar einingar fengu allar minna en milljón krónur fyrir síðasta ár. Hæst launaða ljósmóðir rammasamningsins fékk aftur á móti tæpar níu milljónir. „Við erum flestar einyrkjar. Um verktakagreiðslur er að ræða en þjónustan er ekki virðisaukaskattskyld. Reiknað endurgjald er á að giska tæplega sjötíu prósent af heildarupphæðinni og af því fer hluti í skatta, lífeyrissjóð og félagsgjöld. Það er því ekki mikið sem eftir stendur,“ segir Arney. Þá segir Arney algengt að ýmislegu sé bætt við þjónustu þeirra sem ekki er greitt fyrir samkvæmt samningnum. Sem dæmi um slíkt nefnir hún blóðprufur en ekki fáist greitt fyrir þær. Akstur í og úr vitjun fæst almennt ekki greiddur og þá þarf einnig að aka blóðprufum úr vitjun og á spítala til rannsóknar. „Við þurfum að vinna ansi mikið til að vera með einhver laun. Þessi breyting nú var aðeins það lágmark sem við gátum sætt okkur við. Vonandi verður meiri breyting á samningnum næst,“ segir Arney.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir „Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
„Eins og slys sem maður horfir á í hægri sýningu“ Ljósmæður óttast afleiðingar þess ef ekki tekst að semja fljótlega þar sem fjöldi ljósmæðra hefur sagt upp störfum. Forstjóri Landspítalans lýsir stöðunni eins og slysi í hægri sýningu. 7. maí 2018 19:30