Brauð oftar í ruslið því svínabú vilja það ekki Grétar Þór Sigurðsson skrifar 10. maí 2018 09:30 Svona litu gámar Kornsins við Hjallabrekku út á sunnudag. Vísir/Eyþór Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira