Brauð oftar í ruslið því svínabú vilja það ekki Grétar Þór Sigurðsson skrifar 10. maí 2018 09:30 Svona litu gámar Kornsins við Hjallabrekku út á sunnudag. Vísir/Eyþór Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Mikið af bakkelsi fer til spillis í bakaríum landsins. Misjafnt er hvað verður um þennan umframbakstur. Hjá Korninu er bakkelsið flokkað sem lífrænn úrgangur en var áður sent á svínabú þar sem því var umbreytt í fóður. Búið er nú hætt að taka við brauðinu. Eiríkur Björn Einarsson, verkefnastjóri hjá Korninu, segir að bakaríið í Hjallabrekku sé miðlægt bakarí fyrirtækisins. Þar sé allt bakað og allur úrgangur úr öðrum bakaríum endi þar. Þar að auki sé sorp ekki sótt á hverjum degi. „Þetta lítur út fyrir að vera mikið, en þetta er náttúrlega uppsafnað og úr þrettán bakaríum,“ segir Eiríkur. Spurð hvort ekki sé ráð að baka minna bendir Helga Kristín Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Kornsins, á að reksturinn sé í höndum nýrra aðila og að þau séu stöðugt að reyna að finna jafnvægi í magninu. Salan sé auk þess óregluleg. „Þegar við tókum við voru viðskiptavinir óánægðir þegar lítið var til eftir hádegi. Við ákváðum að bregðast við því og núna erum við að stilla af hversu mikið við sendum. Sumir dagar eru góðir og sumir dagar ekki. Þegar það er sól úti selst mikið en þegar það er rigning koma færri.“ Eiríkur og Helga eru sammála um að best væri að geta endurnýtt umframbaksturinn. Afgangs bakkelsið endar þó ekki allt í tunnunni. Íþróttafélög fá til dæmis bakkelsi sem er óselt. „Svo höfum við gefið heimilislausum og hestafólk hefur verið að sækja í þetta,“ bendir Eiríkur á. Besta lausnin finnst þeim vera að koma þessu í fóður. „Það væri frábært ef það væri einn staður sem bakarí gætu öll skilað þessum úrgangi á,“ segir Eiríkur. Hann hafi skoðað búnað til að vinna fóður úr afgöngunum. „Það er stórt fyrirtæki fyrir eitt bakarí að setja upp.“ Svínabúið á Ormsstöðum tekur við afgöngum frá Myllunni. Áður tók búið einnig við afgöngum frá Gæðabakstri en magnið var orðið það mikið að það nýttist ekki allt. „Við vinnum þetta í gott fóður,“ segir Guðný Tómasdóttir á Ormsstöðum. Hún segist hafa talað við önnur bú um að nýta fóðrið sem þar er unnið úr bakarísafgöngum en ekki sé mikill vilji til þess. „Það er bara auðveldara að kaupa tilbúið fóður,“ segir Guðný sem þætti skemmtilegra ef aðrir bændur mundu nýta fóðrið sem er unnið úr umframbakstrinum. Hún segir Matvælastofnun hvorki gera bændum né bakaríum, sem vilja fara þessa leið, auðvelt fyrir. Sækja þarf um leyfi frá MAST til að heimila nýtingu bakkelsisins. Eftir að bú hefur tekið við umframbakstrinum tekur við flókið ferli sem tryggir að fóðrið hæfi dýrunum. Bændur á öðrum búum, sem rætt var við og áður nýttu umframbakstur, voru sammála um að þægilegra væri að kaupa fóðrið. Óhentugt sé að sækja afganga á marga staði og því fylgir umstang að þurfa að skilja allt plast frá brauðinu. Auk þess sé hægt að treysta á gæði innihalds í aðkeypta fóðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira