Hollenska hjólreiðaundrið 10. maí 2018 16:00 Reiðhjól eru eiginlega jafn mikilvægur hluti af útliti Amsterdam-borgar eins og síkin. Vísir/Getty Margir öfunda Amsterdam og aðrar hollenskar borgir af þessari sérstöku menningu, en hún er afleiðing af ötulli baráttu öflugra þrýstihópa borgara, sorglegum slysum og hugarfarsbreytingu sem tók nokkra áratugi að knýja í gegn.Fararskjóti fortíðarinnar Fyrir seinni heimsstyrjöld voru hjólreiðar einn aðalferðamáti Hollendinga, þannig að þeir státuðu af ríkri hjólreiðahefð sem seinni tíma árangur hefur byggt á. Á tímum seinna stríðs urðu hjólreiðar svo líka nokkurs konar mótspyrna gegn hersetu Þjóðverja og hjólreiðamenn gerðu í því að flækjast fyrir og gera líf hersetuliðsins eins erfitt og hægt var. En eftir stríðið, á 6. og 7. áratug síðustu aldar, litu Hollendingar á bílinn sem fararskjóta framtíðarinnar og hann tók yfir sífellt stærri hluta af hollenskum borgum. Á þessum tíma var lítið tillit tekið til hjólreiðamanna og margir þeirra viku fyrir bílaumferðinni. Á milli sjötta áratugs og þess áttunda fækkaði ferðum sem voru farnar á hjóli í Amsterdam frá 80% niður í 20%. Fleiri höfðu efni á bílum en áður og notkun á hjólum minnkaði um 6% á hverju ári. Almennt gerði fólk ráð fyrir að þau myndu brátt heyra sögunni til.Það eru fjórum sinnum fleiri hjól en bílar í Amsterdam. NORDICPHOTOS/GETTYHarmleikir ollu mótmælum En árið 1971 náðu umferðarslys hámarki með 3.300 dauðsföllum. Þar af létust fleiri en 400 börn. Þessir harmleikir höfðu mikil áhrif á hollensku þjóðina og leiddu til stofnunar tveggja áhrifamikilla þrýstihópa, „Stöðvið barnamorðin“ og „Samtök hollenskra hjólreiðamanna“. Hóparnir stóðu fyrir mótmælaaðgerðum til að fá stjórnvöld til að taka tillit til hjólreiðamanna og náðu að lokum eyrum ráðamanna. Margt hjálpaðist að En það var ekki bara öflug barátta þessara aðgerðasinna sem breyttu umferðinni í Hollandi. Landið er flatt og loftslagið milt, svo þar hefur lengi verið mikil hjólreiðahefð. Öll þessi dauðsföll ollu líka stjórnmálamönnum áhyggjum og fólk var að vakna til vitundar um mengunina sem fylgir bílaútblæstri. Árið 1973 varð olíukreppa vegna innflutningsbanns frá Sádi-Arabíu og olíuverð í Hollandi fjórfaldaðist. Forsætisráðherra Hollands flutti ræðu í sjónvarpinu þar sem hann hvatti Hollendinga til að breyta lífsstíl sínum og spara orku af fullri alvöru og ein þeirra aðgerða sem var gripið til var að hafa bílalausa sunnudaga. Margt lagðist því á eitt.Það eru fjórum sinnum fleiri hjól en bílar í Amsterdam.Árangur þrátt fyrir áskoranir Með tímanum urðu kostir reiðhjólsins öllum ljósir og á 9. áratug hófust aðgerðir til að gera göturnar þægilegri fyrir hjólreiðar. Borgirnar Haag og Tilburg gerðu fyrst tilraunir með sérstaka hjólastíga í gegnum borgina. Fljótlega breyttu hjólreiðamenn leiðum sínum til að nýta þessa stíga, en þeim fjölgaði ekki. Í borginni Delft var því brugðið á það ráð að setja upp kerfi hjólastíga um alla borg. Það varð til þess að fleiri fóru að hjóla, svo aðrar hollenskar borgir fylgdu því fordæmi. Í dag eru rúmlega 35 þúsund kílómetrar af hjólastígum í Hollandi og meira en fjórðungur allra ferða eru farnar á hjóli. Í Amsterdam rís sú tala upp í 38% og upp í 59% í Groningen. Í Amsterdam eru um 881 þúsund hjól, fjórum sinnum fleiri en bílarnir og meira en helmingur allra Amsterdambúa hjólar daglega. Samanlagt hjóla þeir um tvær milljónir kílómetra á dag. Samtök hollenskra hjólreiðamanna hafa nú 34 þúsund meðlimi og búa yfir sérfræðikunnáttu sem sóst er eftir víða um heim. Talsmaður sambandsins segir samt að þó miklum árangri hafi verið náð séu sífellt að koma upp nýjar áskoranir og borgir í dag þoli einfaldlega ekki bílamergðina. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira
Margir öfunda Amsterdam og aðrar hollenskar borgir af þessari sérstöku menningu, en hún er afleiðing af ötulli baráttu öflugra þrýstihópa borgara, sorglegum slysum og hugarfarsbreytingu sem tók nokkra áratugi að knýja í gegn.Fararskjóti fortíðarinnar Fyrir seinni heimsstyrjöld voru hjólreiðar einn aðalferðamáti Hollendinga, þannig að þeir státuðu af ríkri hjólreiðahefð sem seinni tíma árangur hefur byggt á. Á tímum seinna stríðs urðu hjólreiðar svo líka nokkurs konar mótspyrna gegn hersetu Þjóðverja og hjólreiðamenn gerðu í því að flækjast fyrir og gera líf hersetuliðsins eins erfitt og hægt var. En eftir stríðið, á 6. og 7. áratug síðustu aldar, litu Hollendingar á bílinn sem fararskjóta framtíðarinnar og hann tók yfir sífellt stærri hluta af hollenskum borgum. Á þessum tíma var lítið tillit tekið til hjólreiðamanna og margir þeirra viku fyrir bílaumferðinni. Á milli sjötta áratugs og þess áttunda fækkaði ferðum sem voru farnar á hjóli í Amsterdam frá 80% niður í 20%. Fleiri höfðu efni á bílum en áður og notkun á hjólum minnkaði um 6% á hverju ári. Almennt gerði fólk ráð fyrir að þau myndu brátt heyra sögunni til.Það eru fjórum sinnum fleiri hjól en bílar í Amsterdam. NORDICPHOTOS/GETTYHarmleikir ollu mótmælum En árið 1971 náðu umferðarslys hámarki með 3.300 dauðsföllum. Þar af létust fleiri en 400 börn. Þessir harmleikir höfðu mikil áhrif á hollensku þjóðina og leiddu til stofnunar tveggja áhrifamikilla þrýstihópa, „Stöðvið barnamorðin“ og „Samtök hollenskra hjólreiðamanna“. Hóparnir stóðu fyrir mótmælaaðgerðum til að fá stjórnvöld til að taka tillit til hjólreiðamanna og náðu að lokum eyrum ráðamanna. Margt hjálpaðist að En það var ekki bara öflug barátta þessara aðgerðasinna sem breyttu umferðinni í Hollandi. Landið er flatt og loftslagið milt, svo þar hefur lengi verið mikil hjólreiðahefð. Öll þessi dauðsföll ollu líka stjórnmálamönnum áhyggjum og fólk var að vakna til vitundar um mengunina sem fylgir bílaútblæstri. Árið 1973 varð olíukreppa vegna innflutningsbanns frá Sádi-Arabíu og olíuverð í Hollandi fjórfaldaðist. Forsætisráðherra Hollands flutti ræðu í sjónvarpinu þar sem hann hvatti Hollendinga til að breyta lífsstíl sínum og spara orku af fullri alvöru og ein þeirra aðgerða sem var gripið til var að hafa bílalausa sunnudaga. Margt lagðist því á eitt.Það eru fjórum sinnum fleiri hjól en bílar í Amsterdam.Árangur þrátt fyrir áskoranir Með tímanum urðu kostir reiðhjólsins öllum ljósir og á 9. áratug hófust aðgerðir til að gera göturnar þægilegri fyrir hjólreiðar. Borgirnar Haag og Tilburg gerðu fyrst tilraunir með sérstaka hjólastíga í gegnum borgina. Fljótlega breyttu hjólreiðamenn leiðum sínum til að nýta þessa stíga, en þeim fjölgaði ekki. Í borginni Delft var því brugðið á það ráð að setja upp kerfi hjólastíga um alla borg. Það varð til þess að fleiri fóru að hjóla, svo aðrar hollenskar borgir fylgdu því fordæmi. Í dag eru rúmlega 35 þúsund kílómetrar af hjólastígum í Hollandi og meira en fjórðungur allra ferða eru farnar á hjóli. Í Amsterdam rís sú tala upp í 38% og upp í 59% í Groningen. Í Amsterdam eru um 881 þúsund hjól, fjórum sinnum fleiri en bílarnir og meira en helmingur allra Amsterdambúa hjólar daglega. Samanlagt hjóla þeir um tvær milljónir kílómetra á dag. Samtök hollenskra hjólreiðamanna hafa nú 34 þúsund meðlimi og búa yfir sérfræðikunnáttu sem sóst er eftir víða um heim. Talsmaður sambandsins segir samt að þó miklum árangri hafi verið náð séu sífellt að koma upp nýjar áskoranir og borgir í dag þoli einfaldlega ekki bílamergðina.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Sjá meira