Skattameðferð á útfararkostnaði ekkils ekki í samræmi við vinnureglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. maí 2018 07:15 Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. vísir/anton brink Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Yfirskattanefnd (YSKN) hefur fellt úr gildi úrskurð Ríkisskattstjóra (RSK) um synjun á ívilnun skatta ekkils vegna andláts konu hans. Nefndin taldi rökstuðning Ríkisskattstjóra ófullnægjandi auk þess að niðurstaðan samræmdist ekki verklags- og vinnureglum embættisins. Í ágúst í fyrra óskaði ekkillinn eftir lækkun tekjuskattstofns síns um 900 þúsund krónur vegna kostnaðar við útför eiginkonu sinnar. Þá benti hann á að tekjur heimilisins hefðu skerst verulega við fráfall hennar. RSK hafnaði beiðninni þar sem kostnaður hefði fallið til árið 2017 og kæmi þá til frádráttar 2018. Maðurinn skaut niðurstöðunni til YSKN. Í úrskurði YSKN segir að rökstuðningi RSK hafi verið ábótavant. Ekkert hafi verið vikið að því hvort hæfi mannsins til að afla tekna hafi skerst við fráfall konu hans heldur aðeins einblínt á útfararkostnaðinn. „Hvað snertir sérstaklega ívilnunartilvik af því tagi sem ríkisskattstjóri veitti úrlausn í úrskurði sínum þykir nærtækt að leita fanga í fræðasjó embættisins,“ segir YSKN en þar var vísað í grein í Tíund, fréttablaði RSK. Þar segir að löng hefð sé fyrir ívilnun vegna mannsláts. Hún komi meðal annars til er andlátið valdi verulega skertu gjaldþoli hjá eftirlifandi maka. „Þá blasir við að forsendur og niðurstaða ríkisskattstjóra í máli kæranda […] eru ekki í samræmi við þær verklags- og vinnureglur embættisins,“ segir í úrskurði YSKN.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira