Hugsum upp á nýtt Benedikt Bóas skrifar 10. maí 2018 14:45 Gísli Marteinn Baldursson, er einn af þeim sem ég elska að hlusta á tala um Eurovision. Hann gerir gott sjónvarp enn betra. Það er nefnilega erfitt að gera gott sjónvarp. Það vita þeir sem hafa reynt. Spyrjið bara þá sem gera Fyrir Ísland á Stöð 2. Gísli er ljósið í myrkrinu í þessari eyðimerkurgöngu okkar í keppninni. Eins og flestir vita höfum við verið staddir í kjallaranum alltof lengi og ekki farið áfram undanfarin ár. Ef þetta væri sett í samhengi við íþróttir væri væntanlega krísufundur hjá RÚV. Það er mikið í keppnina lagt en árangurinn er ekki eftir væntingum. Er ekki kominn tími á að nýtt fólk bak við tjöldin fái að spreyta sig? Ég hef verið á einni keppni og það er margt sem við getum gert betur. Ísland byrjaði ekki að geta neitt í fótbolta fyrr en það kom Svíi inn í þjálfunarteymið. Má ekki fara að endurhugsa þetta Eurovision og fá Svía til að semja lag. Þá þarf reyndar að breyta lögunum því útlendingar eru bannaðir frá íslensku undankeppninni. Þeir mega bara vera meðhöfundar. Það verður líka að syngja lagið fyrst á íslensku, sem er algerlega galin staðreynd. Að setja listamönnum skorður er ekki ávísun á árangur. Breytum þessum tveimur litlu atriðum til dæmis og þá erum við að dansa á laugardögum. Ekki bara á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Íslendingar eru kappsamir og vilja ná langt í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Líka í Eurovision. Við erum stolt af því að eiga fyrsta kvenforsetann og bestu stuðningsmenn í heimi. Mig langar að bæta við. Besta Eurovision lagið. Hugsum íslenska Eurovision upp á nýtt og tökum þetta á næsta stig. Við eigum það skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun
Gísli Marteinn Baldursson, er einn af þeim sem ég elska að hlusta á tala um Eurovision. Hann gerir gott sjónvarp enn betra. Það er nefnilega erfitt að gera gott sjónvarp. Það vita þeir sem hafa reynt. Spyrjið bara þá sem gera Fyrir Ísland á Stöð 2. Gísli er ljósið í myrkrinu í þessari eyðimerkurgöngu okkar í keppninni. Eins og flestir vita höfum við verið staddir í kjallaranum alltof lengi og ekki farið áfram undanfarin ár. Ef þetta væri sett í samhengi við íþróttir væri væntanlega krísufundur hjá RÚV. Það er mikið í keppnina lagt en árangurinn er ekki eftir væntingum. Er ekki kominn tími á að nýtt fólk bak við tjöldin fái að spreyta sig? Ég hef verið á einni keppni og það er margt sem við getum gert betur. Ísland byrjaði ekki að geta neitt í fótbolta fyrr en það kom Svíi inn í þjálfunarteymið. Má ekki fara að endurhugsa þetta Eurovision og fá Svía til að semja lag. Þá þarf reyndar að breyta lögunum því útlendingar eru bannaðir frá íslensku undankeppninni. Þeir mega bara vera meðhöfundar. Það verður líka að syngja lagið fyrst á íslensku, sem er algerlega galin staðreynd. Að setja listamönnum skorður er ekki ávísun á árangur. Breytum þessum tveimur litlu atriðum til dæmis og þá erum við að dansa á laugardögum. Ekki bara á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Íslendingar eru kappsamir og vilja ná langt í öllu því sem þeir taka sér fyrir hendur. Líka í Eurovision. Við erum stolt af því að eiga fyrsta kvenforsetann og bestu stuðningsmenn í heimi. Mig langar að bæta við. Besta Eurovision lagið. Hugsum íslenska Eurovision upp á nýtt og tökum þetta á næsta stig. Við eigum það skilið.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun