Ljósmæður búnar að semja Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2018 17:29 Kjaradeila ljósmæðra við ríkið hefur staðið yfir í fleiri mánuði. Vísir/Vilhelm Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Fulltrúar ljósmæðra og ríkisins hafa náð saman um nýjan kjarasamning. Samninganefndir þeirra hittust á sínum fyrsta fundi í þrjár vikur í dag og staðfestir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að samningur hafi náðst. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar og hefur fjöldi ljósmæðra á Landspítalanum sagt upp störfum undanfarið. Ein uppsögn tók gildi um síðustu mánaðamót og önnur tekur gildi þann 1. júní. Flestar uppsagnirnar taka síðan gildi þann 1. júlí. „Við mættum á fund klukkan níu í morgun og vorum að skrifa undir nú rétt í þessu,“ sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, við fréttastofu á sjötta tímanum. Hún vildi ekki fara út í hvað fælist í samninginum áður en búið væri að kynna hann fyrir ljósmæðrum og að það yrði gert seinna í vikunni. Hún segir ljósmæður ekki hafa fengið allar sínar kröfur í gegn, en það sé aldrei „þannig í lífinu að maður fái allt sem maður vill“. Áslaug segist hafa átt von á því að baráttan yrði erfið þegar farið var af stað í febrúar en hún taldi ekki að baráttan myndi standa svo lengi yfir. „Þetta er búin að vera löng og ströng hríð. Ég verð að segja það. Þá segir Áslaug að deilan hefði aldrei verið leyst, að hennar mati, nema fyrir aðkomu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og að hún hefði átt sinn þátt í að höggva á þann hnút sem hefði verið kominn í deiluna. Áslaug segist ekki vita hvort að ljósmæður muni draga uppsagnir sínar til baka en hún voni það. Það væri dapurt að missa þær allar úr stéttinni. Sömuleiðis vonast hún til þess að ljósmæður muni samþykkja samninginn. „Við getum allavega með sanni sagt að við séum búnar að gera allt sem við getum gert.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira