Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 29. maí 2018 06:00 Viðreisn er með pálmann í höndunum. Vísir Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Oddvitar flokkanna sem sæti eiga í borgarstjórn héldu áfram að heyra hverjir í öðrum í gær og kanna möguleika á meirihlutasamstarfi. Ljóst er að fulltrúar Viðreisnar eru í ákveðinni oddastöðu og mun niðurstaðan líklegast velta á þeim. „Þessi dagur er bara búinn að fara í að heyra í fólki og hitta fólk. Bæði til hægri og vinstri,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, um atburði dagsins. „Við höfum alveg verið opin með það að báðar leiðir eru færar, það eru málefnin sem tala,“ segir hún aðspurð um hvort líklegra sé að flokkurinn lendi vinstra eða hægra megin í nýjum meirihluta.Sjá einnig: Tvær fylkingar funda „Maður hefur ekki fengið neinar upplýsingar sem gefa til kynna hvað verður. Manni virðist samt vera að mörgu leyti meiri samhljómur milli Viðreisnar og þess sem síðasti meirihluti hefur verið að setja framarlega,“ segir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor um stöðuna og nefnir hann samgöngumál og þéttingu byggðar sem dæmi um þau mál sem flokkarnir virðast sammála um og gætu ráðið úrslitum við myndun meirihlutans. Grétar Þór telur að ráðning borgarstjóra gæti verið lausn á myndun meirihluta þrátt fyrir að lítil hefð sé fyrir því í borgarstjórn. „Ef menn ætla virkilega að koma stefnumálum sínum áfram gæti verið að það verði fundin lausn á því þannig að það verði ráðinn borgarstjóri,“ segir Grétar sem telur ólíklegt að persónur setji sig ofar málefnunum. „Ég held að bæði Dagur og Eyþór muni auðvitað á endanum verða opnir fyrir slíkum lausnum ef til kemur,“ segir Grétar Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49 Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Segir ólíklegt að hann hefji formlegar meirihlutaviðræður í dag Eyþór Arnalds kveðst hafa heyrt í og hitt fólk úr öðrum flokkum en vill ekki gefa upp við hverja hann hefur rætt að öðru leyti en því að hann hefur ekkert heyrt í Sósíalistaflokknum. 28. maí 2018 14:49
Telur að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að leiða meirihlutaviðræður Aðspurð um draumameirihluta sinn í Reykjavík sagði Vigdís: „Það er meirihluti Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Flokks fólksins.“ 28. maí 2018 19:23