Aðalfundur Framsýnar samþykkti vantraust á forseta ASÍ Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 23:03 Frá aðalfundi Framsýnar á Húsavík í kvöld. Vísir/GVA Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins. Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins.
Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51