Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 18:51 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, telur að forseti ASÍ vinni ekki með sínu fólki. Vísir/Völundur Stjórn verkalýðsfélagsins Framsýnar ætlar að leggja fram tillögu um að félagið lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, á aðalfundi sínum í kvöld. Tvö önnur verkalýðsfélög hafa þegar lýst vantrausti á forsetann. Formaður Framsýnar segir tíma til kominn að skipta um skipstjóra í brúnni. VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa þegar lýst yfir vantrausti á Gylfa. RÚV sagði frá því nú síðdegis að stjórn Framsýnar, verkalýðsfélags Þingeyinga, ætli að leggja fram tillögu um vantraust á forseta ASÍ á aðalfundi sem hefst kl. 20 í kvöld. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, vísar til óánægju með forsetann og vilja til breytinga í forystu ASÍ í samtali við Vísi. Gylfi hafi ekki umboð Framsýnar og ákveðinna félaga til að ræða við stjórnvöld. Þau telji hann ekki vinna með sínu fólki. Verkalýðsfélögin eru nú byrjuð að leggja drög að kröfugerðum sínum fyrir viðræður um endurnýjun kjarasamninga sem losna almennt um áramótin. Aðalsteinn segir að félögin sem andæfa forystu Gylfa vilji koma sínum áherslum á framfæri frekar en að fella sig við að forsetinn hitti stjórnvöld með sinn boðskap. Þing ASÍ verður haldið í október þar sem meðal annars verður kosið til embættis forseta sambandsins. Aðalsteinn segir að félögin vilji að skipt verði um forystu sambandsins. „Menn vilja skipta um skipstjórann í brúnni og ná samstöðu um að kalla inn nýtt og kraftmeira fólk að störfum fyrir hreyfinguna,“ segir Aðalsteinn. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar við Vísi nú undir kvöld. Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Stjórn verkalýðsfélagsins Framsýnar ætlar að leggja fram tillögu um að félagið lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, á aðalfundi sínum í kvöld. Tvö önnur verkalýðsfélög hafa þegar lýst vantrausti á forsetann. Formaður Framsýnar segir tíma til kominn að skipta um skipstjóra í brúnni. VR og Verkalýðsfélag Akraness hafa þegar lýst yfir vantrausti á Gylfa. RÚV sagði frá því nú síðdegis að stjórn Framsýnar, verkalýðsfélags Þingeyinga, ætli að leggja fram tillögu um vantraust á forseta ASÍ á aðalfundi sem hefst kl. 20 í kvöld. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, vísar til óánægju með forsetann og vilja til breytinga í forystu ASÍ í samtali við Vísi. Gylfi hafi ekki umboð Framsýnar og ákveðinna félaga til að ræða við stjórnvöld. Þau telji hann ekki vinna með sínu fólki. Verkalýðsfélögin eru nú byrjuð að leggja drög að kröfugerðum sínum fyrir viðræður um endurnýjun kjarasamninga sem losna almennt um áramótin. Aðalsteinn segir að félögin sem andæfa forystu Gylfa vilji koma sínum áherslum á framfæri frekar en að fella sig við að forsetinn hitti stjórnvöld með sinn boðskap. Þing ASÍ verður haldið í október þar sem meðal annars verður kosið til embættis forseta sambandsins. Aðalsteinn segir að félögin vilji að skipt verði um forystu sambandsins. „Menn vilja skipta um skipstjórann í brúnni og ná samstöðu um að kalla inn nýtt og kraftmeira fólk að störfum fyrir hreyfinguna,“ segir Aðalsteinn. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar við Vísi nú undir kvöld.
Kjaramál Tengdar fréttir Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta 25. maí 2018 06:00 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Stjórn VR treystir ekki forseta ASÍ Stjórn VR ber ekki traust til Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, til að leiða viðræður við stjórnvöld eða Samtök atvinnulífsins fyrir hönd stéttarfélagsins og mun hann ekki tala í umboði þess. 24. maí 2018 14:16
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58