Bændur vildu kynna fólki náttúru Mývatns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2018 08:39 Silungsveiði hefur glæðst í Mývatni síðustu ár eftir mikla ládeyðu um hríð. Vísir/BBH „Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Við erum ekkert farnir að skoða hvort við förum með málið lengra,“ svarar Helgi Héðinsson, einn landeigenda á Geiteyjarströnd, en þeir ekki fá að hefja farþegasiglingar á Mývatni á tuttugu manna rafmagnsbáti. Umhverfisstofnun synjaði landeigendunum um leyfi fyrir rafmagnsbátnum vorið 2016. Var starfsemin talin geta haft truflandi áhrif á fuglalíf auk þess sem svæðið væri undir miklu álagi og á rauðum lista Umhverfisstofnunar, meðal annars vegna ágangs ferðamanna. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem hafnaði því að ógilda ákvörðun Umhverfisstofnunar. „Það eru tvö ár síðan við lögðum þessa kæru fram og höfum ekki verið að velta málinu mikið fyrir okkur síðan en töldum mikilvægt að fá úrskurð,“ segir Helgi sem kveður eigendur Geiteyjarstrandar ekki hafa lagt í neinn sérstakan kostnað vegna málsins enda sé staða Mývatns þannig að ávallt þurfi að leita til Umhverfisstofnunar varðandi slíka starfsemi. Helgi undirstrikar að ekki hafi verið um að ræða viðskiptasjónarmið af hálfu landeigenda heldur fyrst og fremst tímabundið tilraunaverkefni í samstarfi við Náttúrurannsóknastöðina, Umhverfisstofnun og veiðifélagið og í þágu þeirra sem ekki eigi þess kost að fara út á Mývatn. „Að fara út á Mývatn er einstök upplifun sem afar erfitt er að lýsa. Það sem vakir fyrir okkur er fyrst og fremst að geta boðið fólki að kynnast vatninu með ábyrgum hætti,“ segir Helgi og minnir á að ætlunin hafi verið að bjóða siglingu á hljóðlausum rafmagnsbáti. „Veiðibændur við Mývatn líta ekki á þetta sem fyrirtæki heldur meira að fólk geti haft tækifæri til að kynnast fuglalífinu og kyrrðinni sem ríkir á vatninu. Þú getur örugglega talið á fingrum þér hvað þú þekkir marga sem hafa farið út á Mývatn.“ Silungsveiði hefur lengi verið stunduð í Mývatni og þar er eggjataka. „Allar hefðbundnar fiskveiðar og meira að segja Náttúrurannsóknastöðin notast við tvígengismótora. Við veltum því fyrir okkur hvort það geti ekki verið ábyrgari nýting að njóta þess með því að fara út á vatn í hljóðlausum bát,“ segir Helgi. „Á sama tíma er Umhverfisstofnun að byggja upp göngustíga meðfram vatnsbakkanum og ég sé eiginlega ekki eðlismuninn.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Stangveiði Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira