Leitin að Arturi einsdæmi á Íslandi Aðalheiður Ámundadóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 26. maí 2018 06:00 Björgunarsveitamenn leituðu Arturs Jarmoszko meðfram ströndinni í Garðabæ og Kópavogi í fyrravor. Núna hafa líkamsleifar hans fundist. Artur sást síðast hinn 1. mars í fyrra á gangi eftir Suðurgötunni. Vísir/eyþór Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Líkamsleifarnar sem komu í veiðarfæri fiskibáts í Faxaflóa í febrúar síðastliðnum eru af Arturi Jarmoszko, ungum pólskum manni sem hvarf þann 1. mars 2017. Rannsókn réttarmeinafræðings, þar á meðal DNA-rannsókn, staðfestir það. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að engin merki um áverka hafi verið á líkamsleifunum sem fundust svo ekki leikur grunur á að neitt saknæmt hafi átt sér stað. Um ári eftir hvarfið hóf lögregla rannsókn á líkamsleifum sem komu í veiðarfæri fiskibáts úti á Faxaflóa. Umfangsmikil leit hófst á svæðinu þar sem líkamsleifarnar fundust. Að leitinni komu áhöfn varðskipsins Týs, einstaklingar frá kafaradeild Landhelgisgæslunnar, kafaradeild Ríkislögreglustjóra, starfsmaður frá Teledyne og Árni Kópsson kafari, segir í tilkynningunni. „Mig grunar að þetta sé einsdæmi á Íslandi, ég man ekki eftir neinu í líkingu við þetta áður,“ segir Þórir Ingvarsson lögreglufulltrúi um umfang leitarinnar á Faxaflóa. Notaður var kafbátur í leitinni en á leitarsvæðinu er 120 metra dýpi og var flötur leitarsvæðisins rúmlega hektari að flatarmáli. Þórir segir einnig að við leitina hafi verið teknar um átján þúsund ljósmyndir sem allar voru greindar.Sjá einnig: Líkamsleifarnar eru af Arturi Í kjölfar þess að fjallað var um mannshvarfið á síðasta ári skapaðist umræða um að lögreglan hafi ekki lagt mikinn metnað í leitina. Þórir segir að það sé erfitt að kalla út leitarfólk þegar ekki liggja fyrir nægar upplýsingar og að allt hafi verið lagt í sölurnar til að finna Artur. „Það er eðlilegt að fólki geti fundist það. Það var mikið lagt í að skoða öll gögn til að finna einhvern byrjunarpunkt. Ef ég man rétt voru kallaðar út björgunarsveitir og gengnar fjörur. En auðvitað var þeim mun meira lagt í hluti eins og að ræða við vini, kunningja og fjölskyldu og rannsaka tölvu hans og síma. Fólk verður ekki vart við þennan hluta leitarinnar,“ segir Þórir. Artur sást síðast laust fyrir miðnætti þann 1. mars í fyrra í eftirlitsmyndavél á gangi í suðurátt eftir Suðurgötu í Reykjavík. Þá námu símamöstur í Kópavogi og á Álftanesi merki úr síma hans nóttina sem hann hvarf og var því gerð ítarleg leit að honum í fjörum við Fossvog. Artur var 26 ára þegar hann hvarf og hafði verið búsettur hér á landi í nokkur ár. Eftir að niðurstaða réttarmeinafræðings lá fyrir var aðstandendum tilkynnt að um Artur hafi verið að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55 Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00 Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Formlegri leit lögreglu er lokið. 21. mars 2017 09:55
Rambo hefur ekki rætt við lögregluna Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi, sem fer fyrir rannsókninni á hvarfi Arturs, segist ekkert hafa heyrt frá Rambo síðan hann hóf störf fyrir fjölskyldu Arturs. 3. maí 2017 07:00
Líkamsleifarnar eru af Arturi Líkamsleifar sem fundust á hafsbotni undan Snæfellsnesi í febrúar eru af Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni frá Póllandi sem búsettur hafði verið á Íslandi í fimm ár. 25. maí 2018 17:33