Oddvitaáskorunin: Logi Bergmann heftaði saman fóðrið í jakkanum skömmu fyrir útsendingu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2018 17:00 Sigurður Þórður Ragnarsson. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurður Þórður Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurður Þórður Ragnarsson og er oddviti Miðflokksins, M-lista í Hafnarfirði. Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 13. febrúar 1967 og er því 51 árs. Foreldrar mínir eru Ragnar Jóhannesson stýrimaður og skipstjóri fæddur í Hafnarfirði 1930 og Mjöll Sigurðardóttir skrifstofumær, fædd í Reykjavík 1937 (dáin 1995). Faðir minn er Hafnfirðingur í marga ættliði. Í móðurætt er ég ættaður frá Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum. Eiginkona mín er Hólmfríður Þórisdóttir fædd 1966. Við eigum þrjá stráka, Þóri Snæ 29 ára, Árna Þórð 25 ára og Bessa Þór 19 ára. Ég ólst upp í Hafnarfirði og hef búið þar nær alla mína tíð. Á unglingsárum starfaði ég hjá Álverinu í Straumsvík við almenn verkamannastörf. Á háskólaárunum starfaði ég sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli og í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Með og eftir háskólanám starfaði ég á Raunvísindastofnun Háskólans um tíma, sérfræðingur á efnafræðistofu Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitan) og verið framhaldsskólakennari raungreinum í tæpa tvo áratugi. Starfaði um tíma sem fréttamaður á RÚV sjónvarp, veðurfréttamaður á Stöð 2 í 16 ár og hefur rekið mitt eigið fyrirtæki síðan 2003.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gamli bærinn í Hafnarfirði. Þórsmörk í haustlitunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarfirðinum. Þar líður mér vel. Svo átti ég heima um tíma á Selfossi. Það var góður staður.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Vel valið íslenskt nautakjöt, medium steikt (verður að vera roði í því).Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég elda nú oft heima hjá mér og það tekst yfirleitt bara þokkalega. Allavega er ég ekki vannærður :)Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Streets of London með Roger Whittaker.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé bara ekki þegar ég var að lesa fréttir á RÚV í gamla daga. Þulur les texta af skjá. Einhverra hluta vegna runnu saman tvær fréttir í eina og ég las hinn spakasti en það var ekkert samhengi í því sem ég las. En ég las það sem fyrir mig var lagt. Kláraði málið.Draumaferðalagið? Það er svo gaman að ferðast. Draumaferðalagið er að ferðast með konunni minni og ætli Feneyjar séu ekki efst á listanum núna.Trúir þú á líf eftir dauðann? Eftir því sem ég eldist efast ég alltaf meira og meira. Ætli stutta svarið sé ekki nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var nú oft verið að gera góðlega hrekki á Stöð 2 og Logi Bergmann var nú einna mest iðinn við það. Eitt sinn, þegar ég var í sminki tók Logi sig til og heftaði saman fóðrið í ermunum á jakkanum mínum. Svo þegar mínúta var í útsendingu ætlaði ég í jakkann. Það gekk ekki og ég fór í útsendinguna á skyrtunni. Mér var ekki skemmt þá, en núna er þetta bara skemmtilegt í minningunni.Hundar eða kettir? Þegar ég var að alast upp var köttur á mínu heimili. Síðan hundur og síðan þá hef ég átt hund. Alltaf Labrador og þeir eru æðislegir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? James Bond myndir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Danny Devito – hann hefur allavega stærðina.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er Stark, því þeir eru réttsýnir og skynsemisfólk.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Tja….allavega af hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngunum.Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson, Friðrik Dór og Raggi Bjarna.Sigurður að störfum á árum áður.Uppáhalds bókin? Ætli það sé ekki bókin Jörðin sem JPV útgáfa gaf út 2005. Fræðibækur eru fyrir mig.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er þorskalýsið, tekið fyrir hádegi. Alveg eins og nýr á eftir.Uppáhalds þynnkumatur? Ég reyni nú að drekka í hófi. En ef heilsufarið er eitthvað að trufla mig þá er það hamborgari með alles.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði. En það eru lífsgæði fólgin í því að vera í góðu veðri.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei og nei. Það hef ég aldrei gert og vona að það tíðkist ekki hjá nokkrum manni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Flest ABBA lögin eru mér að skapi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ætli holóttar götur séu ekki málið. Á að banna flugelda? Forræðishyggja er mér ekki að skapi. En allt er gott í hófi. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Treysti mér ekki til að svara þessu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sigurður Þórður Ragnarsson leiðir lista Miðflokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum. Ég heiti Sigurður Þórður Ragnarsson og er oddviti Miðflokksins, M-lista í Hafnarfirði. Ég fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 13. febrúar 1967 og er því 51 árs. Foreldrar mínir eru Ragnar Jóhannesson stýrimaður og skipstjóri fæddur í Hafnarfirði 1930 og Mjöll Sigurðardóttir skrifstofumær, fædd í Reykjavík 1937 (dáin 1995). Faðir minn er Hafnfirðingur í marga ættliði. Í móðurætt er ég ættaður frá Snæfellsnesi og Breiðafjarðareyjum. Eiginkona mín er Hólmfríður Þórisdóttir fædd 1966. Við eigum þrjá stráka, Þóri Snæ 29 ára, Árna Þórð 25 ára og Bessa Þór 19 ára. Ég ólst upp í Hafnarfirði og hef búið þar nær alla mína tíð. Á unglingsárum starfaði ég hjá Álverinu í Straumsvík við almenn verkamannastörf. Á háskólaárunum starfaði ég sem tollvörður á Keflavíkurflugvelli og í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Með og eftir háskólanám starfaði ég á Raunvísindastofnun Háskólans um tíma, sérfræðingur á efnafræðistofu Hitaveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitan) og verið framhaldsskólakennari raungreinum í tæpa tvo áratugi. Starfaði um tíma sem fréttamaður á RÚV sjónvarp, veðurfréttamaður á Stöð 2 í 16 ár og hefur rekið mitt eigið fyrirtæki síðan 2003.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Gamli bærinn í Hafnarfirði. Þórsmörk í haustlitunum.Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Í Borgarfirðinum. Þar líður mér vel. Svo átti ég heima um tíma á Selfossi. Það var góður staður.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Vel valið íslenskt nautakjöt, medium steikt (verður að vera roði í því).Hvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég elda nú oft heima hjá mér og það tekst yfirleitt bara þokkalega. Allavega er ég ekki vannærður :)Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Streets of London með Roger Whittaker.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Ætli það sé bara ekki þegar ég var að lesa fréttir á RÚV í gamla daga. Þulur les texta af skjá. Einhverra hluta vegna runnu saman tvær fréttir í eina og ég las hinn spakasti en það var ekkert samhengi í því sem ég las. En ég las það sem fyrir mig var lagt. Kláraði málið.Draumaferðalagið? Það er svo gaman að ferðast. Draumaferðalagið er að ferðast með konunni minni og ætli Feneyjar séu ekki efst á listanum núna.Trúir þú á líf eftir dauðann? Eftir því sem ég eldist efast ég alltaf meira og meira. Ætli stutta svarið sé ekki nei.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Það var nú oft verið að gera góðlega hrekki á Stöð 2 og Logi Bergmann var nú einna mest iðinn við það. Eitt sinn, þegar ég var í sminki tók Logi sig til og heftaði saman fóðrið í ermunum á jakkanum mínum. Svo þegar mínúta var í útsendingu ætlaði ég í jakkann. Það gekk ekki og ég fór í útsendinguna á skyrtunni. Mér var ekki skemmt þá, en núna er þetta bara skemmtilegt í minningunni.Hundar eða kettir? Þegar ég var að alast upp var köttur á mínu heimili. Síðan hundur og síðan þá hef ég átt hund. Alltaf Labrador og þeir eru æðislegir.Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? James Bond myndir.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Danny Devito – hann hefur allavega stærðina.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Ég er Stark, því þeir eru réttsýnir og skynsemisfólk.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Tja….allavega af hraðamyndavél í Hvalfjarðargöngunum.Uppáhalds tónlistarmaður? Jón Jónsson, Friðrik Dór og Raggi Bjarna.Sigurður að störfum á árum áður.Uppáhalds bókin? Ætli það sé ekki bókin Jörðin sem JPV útgáfa gaf út 2005. Fræðibækur eru fyrir mig.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Það er þorskalýsið, tekið fyrir hádegi. Alveg eins og nýr á eftir.Uppáhalds þynnkumatur? Ég reyni nú að drekka í hófi. En ef heilsufarið er eitthvað að trufla mig þá er það hamborgari með alles.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Bæði. En það eru lífsgæði fólgin í því að vera í góðu veðri.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei og nei. Það hef ég aldrei gert og vona að það tíðkist ekki hjá nokkrum manni.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Flest ABBA lögin eru mér að skapi.Er eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Ætli holóttar götur séu ekki málið. Á að banna flugelda? Forræðishyggja er mér ekki að skapi. En allt er gott í hófi. Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Treysti mér ekki til að svara þessu.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu bauðst að taka þátt.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Sjá meira