Klámfengnu efni sérstaklega beint að börnum á YouTube Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 25. maí 2018 08:17 Á þetta myndband með Elsu og Spiderman hefur verið horft oftar en fjórum milljón sinnum. Skjáskot Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Myndbandaveitunni YouTube má líkja við frumskóg. Notendur eru 1.300.000.000 talsins og allt að 300 klukkustundum af myndbandsefni er hlaðið inn á síðuna á hverri mínútu. Myndbönd af ýmsum toga er þar að finna en einnig teiknimyndir og efni sem ætlað er börnum. Sumt er óviðeigandi efni með afbrigðilegum og kynferðislegum undirtóni sem og ofbeldisfullt efni. Foreldrar hafa sérstaklega orðið varir við myndbönd sem sýna ofurhetjuna Spiderman og Elsu, úr Disney-teiknimyndinni vinsælu Frozen, eiga samskipti og hegða sér á vægast sagt undarlegan hátt. Þá hefur hin geysivinsæla Peppa pig verið endurgerð í óþægilegri útgáfu og önnur ofbeldisfull myndbönd, sem virðast sakleysisleg í fyrstu, leggjast þungt á ungar sálir. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla sem stýrir SAFT netöryggisverkefninu, segir YouTube hafa verið til umræðu meðal foreldra. „Foreldrar kvarta yfir því að þar séu óviðeigandi myndbönd og efni á rásum fyrir börn sem þau eru þá að rekast óvænt á. Foreldrar halda að barnið sé að horfa á barnaefni en bregður þegar raunin er önnur,“ segir Hrefna. „Það sem foreldrar geta gert er að sýna ábyrgð og fylgjast með hvað börnin þeirra eru að gera á netinu.“ Hægt er að sía út óæskilegt efni með því að haka við „restricted mode“ eða „safety mode“. Um er að ræða flipa sem takmarkar aðgang að efni sem aðrir notendur eða YouTube sjálft hefur merkt við.“ YouTube er aðeins ætlað börnum 13 ára og eldri en fyrirtækið viðurkenndi hins vegar þennan vanda og stofnaði fyrir ári YouTube Kids. Sú rás átti eingöngu að innihalda efni sem væri við hæfi barna og færi í gegnum síu. Raunin varð hins vegar sú að bíræfnir notendur á YouTube náðu sínum myndböndum í gegnum síuna á YouTube Kids. Hrefna segir að hagsmunasamtök til verndar börnum víða um heim láti reglulega til sín taka. „Við erum í stöðugu sambandi við forsvarsmenn stærstu samfélagsmiðlanna, þ. á m. YouTube. Þau hafa gert ráðstafanir og vinna hörðum höndum að því að gera síðuna öruggari. Nú þegar er búið að gera einhverjar breytingar, þar sem foreldrar geta handvalið stöðvar sem börnin þeirra eru að horfa á. En þetta verður aldrei fullkomið.“„Netið er umfangsmikið og erfitt að sía burt allt óviðeigandi efni. Foreldrar verða að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega hjá yngri börnum. Við myndum ekki skilja litla barnið okkar eftir á einhverjum leikvelli, þetta er eins.“ „Foreldrar þurfa að fylgjast með hvað börnin eru að gera í snjalltækjum og tölvum og hafa umsjón með því. Þetta er líka spurning um tíma, að láta þau ekki hanga þarna tímunum saman. Við þurfum í rauninni öll að vinna saman að þessu; hið opinbera, skólakerfið, iðnaðurinn og fjölskyldur,“ segir Hrefna. „Til þess að þau geti lært að forðast hætturnar og umgangast þessa helstu miðla þurfa þau að vera meðvituð og öðlast gagnrýna hugsun. Við þurfum að kenna þeim hvernig þau eiga að haga sér á netinu og í samskiptum. Þetta er orðið hluti af uppeldinu í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira