Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 08:00 Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og sameiningarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. Vísir/ernir Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15