Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Stefán Árni Pálsson skrifar 24. maí 2018 15:15 Natalie Prass kemur fram á hátíðinni. Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. Tónlistarhátíðin fer fram 7. - 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þeirra sem kynntir eru til leiks að þessu sinni eru Natalie Prass frá Bandaríkjunum, breska brautryðjandann Nadine Shah og stóran hóp af spennandi og upprennandi tónlistarmönnum á borð við ástralska söngfuglinn Stella Donnelly, rapparann Jimothy Lacoste frá Norður Lundúnum og belgíska/egypska listamanninn Tamino. Hin ástsæla Eivør frá Færeyjum snýr einnig aftur á Airwaves með sérstakan viðburð sem kynntur verður betur síðar. Iceland Airwaves á 20 ára afmæli í ár og verður því boðið upp á ýmsa sérviðburði. Ólafur Arnalds spilar á tvennum tónleikum þar sem hann mun forsýna sérstaka tónleika fyrir þrjú píanó í Þjóðleikhúsinu. Högni mun einnig halda sérstaka tónleika í Þjóðleikhúsinu þar sem hann kemur fram með kór og strengjasveit. Íslenska rappið kemur einnig sterkt inn með Sturlu Atlas og Emmsjé Gauta og Sóley munu koma fram. Í tilkynningunni kemur fram að Iceland Airwaves sé meðlimur Keychange verkefnisins þar sem tónlistarhátíðir skuldbinda sig til þess að hafa minnst fimmtíu prósent af hljómsveitum þar sem konur, kynsegin eða trans fólk eru meðlimir. Keychange hljómsveitirnar í ár eru Kat Frankie, Mari Kalkun, Mueverloreina, Tawiah og Vaz. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem tilkynntir voru í dag:ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA: NATALIE PRASS (US) NADINE SHAH (UK) STELLA DONNELLY (AU) CRUMB (US) DANNY & THE VEETOS (FO) EIVØR (FO) FIEH (NO) INJURY RESERVE (US) JIMOTHY LACOSTE (UK) NANOOK (GL) OFF BLOOM (DK) PHILIP EMILIO (NO) RIZAN SAID (SY) SURMA (PT) TAMINO (BE/EG) TIERRA WHACK (US) TUVABAND (NO)KEYCHANGE LISTAMENN: KAT FRANKIE (DE/AU) MARI KALKUN (EE) MUEVELOREINA (ES) TAWIAH (UK) VAZ (SE)ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA: ÓLAFUR ARNALDS HÖGNI SÓLEY MR. SILLA EMMSJÉ GAUTI BERNDSEN STURLA ATLAS DAÐI FREYR BIRNIR AFK ANDARTAK BEEBEE AND THE BLUEBIRDS BIRGIR EINARINDRA FUTURE FIGMENT GLERAKUR HINEMOA JOEY CHRIST KARITAS KEF LAVÍK KÖTT GRÁ PJÉ MIGHTY BEAR MUNSTUR RING OF GYGES SHAKES SURA SVALA VAR VIOSIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2018: ATERIA LJÓSFARI MÓRÓKÓAR Airwaves Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. Tónlistarhátíðin fer fram 7. - 10. nóvember í miðbæ Reykjavíkur. Meðal þeirra sem kynntir eru til leiks að þessu sinni eru Natalie Prass frá Bandaríkjunum, breska brautryðjandann Nadine Shah og stóran hóp af spennandi og upprennandi tónlistarmönnum á borð við ástralska söngfuglinn Stella Donnelly, rapparann Jimothy Lacoste frá Norður Lundúnum og belgíska/egypska listamanninn Tamino. Hin ástsæla Eivør frá Færeyjum snýr einnig aftur á Airwaves með sérstakan viðburð sem kynntur verður betur síðar. Iceland Airwaves á 20 ára afmæli í ár og verður því boðið upp á ýmsa sérviðburði. Ólafur Arnalds spilar á tvennum tónleikum þar sem hann mun forsýna sérstaka tónleika fyrir þrjú píanó í Þjóðleikhúsinu. Högni mun einnig halda sérstaka tónleika í Þjóðleikhúsinu þar sem hann kemur fram með kór og strengjasveit. Íslenska rappið kemur einnig sterkt inn með Sturlu Atlas og Emmsjé Gauta og Sóley munu koma fram. Í tilkynningunni kemur fram að Iceland Airwaves sé meðlimur Keychange verkefnisins þar sem tónlistarhátíðir skuldbinda sig til þess að hafa minnst fimmtíu prósent af hljómsveitum þar sem konur, kynsegin eða trans fólk eru meðlimir. Keychange hljómsveitirnar í ár eru Kat Frankie, Mari Kalkun, Mueverloreina, Tawiah og Vaz. Hér að neðan má sjá þá listamenn sem tilkynntir voru í dag:ALÞJÓÐLEG ATRIÐI KYNNT NÚNA: NATALIE PRASS (US) NADINE SHAH (UK) STELLA DONNELLY (AU) CRUMB (US) DANNY & THE VEETOS (FO) EIVØR (FO) FIEH (NO) INJURY RESERVE (US) JIMOTHY LACOSTE (UK) NANOOK (GL) OFF BLOOM (DK) PHILIP EMILIO (NO) RIZAN SAID (SY) SURMA (PT) TAMINO (BE/EG) TIERRA WHACK (US) TUVABAND (NO)KEYCHANGE LISTAMENN: KAT FRANKIE (DE/AU) MARI KALKUN (EE) MUEVELOREINA (ES) TAWIAH (UK) VAZ (SE)ÍSLENSK ATRIÐI KYNNT NÚNA: ÓLAFUR ARNALDS HÖGNI SÓLEY MR. SILLA EMMSJÉ GAUTI BERNDSEN STURLA ATLAS DAÐI FREYR BIRNIR AFK ANDARTAK BEEBEE AND THE BLUEBIRDS BIRGIR EINARINDRA FUTURE FIGMENT GLERAKUR HINEMOA JOEY CHRIST KARITAS KEF LAVÍK KÖTT GRÁ PJÉ MIGHTY BEAR MUNSTUR RING OF GYGES SHAKES SURA SVALA VAR VIOSIGURVEGARAR MÚSÍKTILRAUNA 2018: ATERIA LJÓSFARI MÓRÓKÓAR
Airwaves Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira