Reiðir yfir konu í Battlefield V Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2018 15:30 Konan umdeilda. Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018 Leikjavísir Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Fjölmargir hafa brugðist reiðir við því að kona hafi birst í stiklu leiksins Battlefield V sem opinberuð var í gær en konuna má einnig finna veggspjaldi leiksins. Þá hefur einnig verið gagnrýnt að þeldökkur maður berjist í sömu sveit og áðurnefnd kona gegn þýskum nasistum á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Gagnrýnendur hafa gripið til Twitter, Reddit og gert athugasemdir við myndbandið á Youtube. Gagnrýnin virðist að miklu leyti snúast að því að vera konunnar í leiknum angi af pólitískum réttrúnaði og skorti á sögulegri nákvæmni í nýjasta leik sænsku framleiðendanna Dice. Gagnrýnendur hafa notast við #NotMyBattlefield til að lýsa yfir vonbrigðum sínum og er það ekki í fyrsta sinn sem þetta kassamerki lítur dagsins ljós. Þegar Battlefield 1 leit dagsins ljós gripu margir til þess til að gagnrýna að þeldökkur maður væri á einu veggspjaldi leiksins. Sjá má stikluna hér að neðan.Þessi umræða er, svo það sé sagt hreint út, heimskuleg. Í fyrsta lagi er Battlefield V tölvuleikur og í fyrri leikjum seríunnar hafa framleiðendur þeirra aldrei lagt mikið upp úr því að leikirnir endurspegli söguna og fylgi reglum þess tíma sem leikurinn á að gerast til hins ýtrasta. Má þar sérstaklega nefna síðasta leik sem gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Þar tóku Dice sér mikið skáldaleyfi með vopn tímabilsins, farartæki og ýmis önnur atriði. Þá má benda á að konur tóku þátt í bardögum í seinni heimsstyrjöldinni, þó þær hafi ef til vill ekki verið gífurlega margar. Þar á meðal var rússneska leyniskyttan Lyudmila Pavlichenko sem sögð er hafa skotið minnst 309 nasista til bana í seinni heimsstyrjöldinni. Konur börðust einnig í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Pólska konan Wanda Gertz barðist bæði í fyrri og seinni heimsstyrjöldinni. Þar að auki börðust fjölmargir þeldökkir menn í seinni heimsstyrjöldinni. Einnig má nefna leikinn Battlefield 2142, þar sem spilarar börðust í stærðarinnar vélmennum. Raunveruleiki hefur aldrei verið markmið Battlefield. Eins og einn af framleiðendum leiksins orðaði það á Twitter: „Við munum alltaf setja skemmtun ofar raunveruleika.“We will always put fun over authentic :) https://t.co/JGLfZh7CfO — Aleksander Grøndal (@Alekssg) May 24, 2018
Leikjavísir Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp