Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Grétar Þór Sigurðsson skrifar 24. maí 2018 06:00 Gamla Sundhöllinn í Keflavík er teiknuð af Guðjóni Samúelssyni. Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. Eftirgrennslan Fréttablaðsins virðist hafa komið hreyfingu á málið en stofnuninni mun berast svar í dag að sögn bæjarstjóra. Í bréfi sem stofnunin sendi bænum var óskað eftir svörum við spurningum og athugasemdum stofnunarinnar eigi síðar en 9. maí. Spurningarnar snúa meðal annars að meintu vanhæfi nefndarmanns í umhverfis- og skipulagsráði. Á þetta var bent í skoðanagrein þeirra Jóns Eysteinssonar, Margrétar Sturlaugsdóttur og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, stjórnenda Hollvinasamtaka Sundhallarinnar, sem birtist á frettabladid.is í gærkvöldi.Sjá einnig: Reykjanesbær þarf að svara um meint vanhæfi bæjarfulltrúansKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar.Þetta staðfesti Málfríður K. Kristiansen, sviðsstjóri deiluskipulagssviðs hjá Skipulagsstofnun. „Við höfum ekki fengið viðbrögð frá Reykjanesbæ. Þau ætluðu að senda okkur svar 15. maí, þetta gæti verið á leiðinni,“ sagði Málfríður í samtali við Fréttablaðið. „Skipulagsstofnun er skyldug til að gefa tveggja vikna frest og við fundum á mánaðarfresti þannig að því miður gengur þetta ekki oft saman,“ sagði Gunnar Ottósson, skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar, um málið. Hann bætti því við að gögnin væru mjög stutt frá því að vera tilbúin. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, var ekki á sömu blaðsíðu og þau Gunnar og Málfríður. Í samtali við blaðamann sagði hann gögnin hafa verið send. „Það átti að vera þannig fyrir viku síðan,“ sagði hann áður en hann rauk á fund. Eins og áður sagði virðist þessi eftirgrennslan Fréttablaðsins hafa hreyft við málinu, því síðdegis tilkynnti bæjarstjórinn blaðamanni að hann hefði nýlokið við að skrifa undir fullkláruð gögn og að þau yrðu send Skipulagsstofnun degi síðar, nánar tiltekið í dag. „Það voru gerðar athugasemdir sem okkur bar að verða við,“ bætti hann við. Einnig sagði hann að afgreiðsla svona mála í opinbera kerfinu ætti það til að taka langan tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Segir fyrirhugað niðurrif gömlu Sundhallarinnar „óafturkræft stórslys“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að verði gamla Sundhöllin í Keflavík rifin yrði það "óafturkræft stórslys.“ Samkvæmt deiliskipulagsstillögu stendur til þess að byggja fimm hæða hús á lóð Sundhallarinnar. 8. janúar 2018 15:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25