Vefja náttsloppunum fastar utan um sig þegar við mætum með skóflurnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. maí 2018 22:15 Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni, er hreppsnefndarfulltrúi í Árneshreppi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. Fjórtánda lögheimilisskráningin í Árneshreppi var felld úr gildi í dag og hefur þar með aðeins ein fengist samþykkt en þrjár bíða enn úrlausnar Þjóðskrár. Hatrammar deilur vekja spurningar um hvort gróið geti um heilt í þessari litlu sveit, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það er talað um að það ríki deyfð yfir kosningabaráttunni fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar. Það verður þó ekki sagt um Árneshrepp á Ströndum, sem er svo sannarlega búinn að stela sviðsljósinu.Frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Upphafið eru deilur um Hvalárvirkjun. Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni og hreppsnefndarmaður meirihlutans, var spurður um hvort sveitin væri í sárum og hvort gróið gæti um heilt: „Mér finnst þessi leiðindi og illindi vera mest rekin af fólki sem ekki býr hérna. Ég verð að segja það alveg eins og er. Fólkið sem setti rassgatið í sveitarfélagið á unglingsaldri, það er mest það, það er langháværasti hlutinn,“ segir Guðlaugur. Oddvitinn er sakaður um óeðlileg samskipti við virkjunaraðila. „Það hafa komið fram upplýsingar, bara núna síðast í blöðum, þar sem er lýst samskiptum oddvita og Vesturverks. Og ég held að þau tali fyrir sig sjálf. Ég þarf svo sem ekki að hafa neina sérstaka skoðun á því,“ segir Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, segist ekki trúa öðru en að það grói um heilt. Fólk í Árneshreppi verði að hjálpast að.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er búin að fara fram alveg gríðarleg lúsaleit, - bara aumkunarverð lúsaleit, finnst mér,“ segir Guðlaugur. „Það er eitthvað fólk búið að ólmast á oddvita hér í allan vetur um að fá öll samskipti við alla sent til sín í tölvupósti. Ég er ekki að segja, - það er sjálfsagt ekkert neitt að fela, - en ég meina: Þetta er bara ótrúlegt. Oddviti hefur nánast ekkert getað gert neitt annað í vetur.“ „Gróa um heilt? Ég trúi nú ekki öðru. Ég hef ekki trú á öðru, auðvitað grær um heilt. Fólk hér verður að hjálpast að,“ segir Ólafur. „Við hérna í sveitinni, ef við þurfum að gera eitthvað saman þá mætum við bara saman og gerum það. Þetta fólk sem er að flytja lögheimilið sitt svona á þennan hátt norður, þetta fólk er ekki að fara að taka þátt í því sem við erum að gera, að reka samfélagið hér,“ segir Guðlaugur.Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Kaupfélagshúsið fyrir miðri mynd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Ef það bilar vatnsveita hér, þá mætum við bara með skóflurnar okkar. Og ég veit að þetta er bara eitthvað fólk sem vefur náttsloppunum bara aðeins fastar utan um sig í staðinn fyrir að koma með skóflurnar sínar. Ef það bilar vatnsveita hérna í kaupfélaginu, eða í höfninni, þá mætum við hreppsnefndarmenn og fleiri til þess að gera við það. Ef það fýkur þak, þá mætum við allir til þess að laga það. Þetta er ekki fólk sem er að fara að hjálpa okkur við þessa hluti,“ segir Guðlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Árneshreppur á Ströndum er búinn að stela sviðsljósinu fyrir þessar kosningar. Bóndinn í Steinstúni vandar lögheimilisflytjendum ekki kveðjurnar. Fjórtánda lögheimilisskráningin í Árneshreppi var felld úr gildi í dag og hefur þar með aðeins ein fengist samþykkt en þrjár bíða enn úrlausnar Þjóðskrár. Hatrammar deilur vekja spurningar um hvort gróið geti um heilt í þessari litlu sveit, sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það er talað um að það ríki deyfð yfir kosningabaráttunni fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar. Það verður þó ekki sagt um Árneshrepp á Ströndum, sem er svo sannarlega búinn að stela sviðsljósinu.Frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Upphafið eru deilur um Hvalárvirkjun. Guðlaugur Ágústsson, bóndi í Steinstúni og hreppsnefndarmaður meirihlutans, var spurður um hvort sveitin væri í sárum og hvort gróið gæti um heilt: „Mér finnst þessi leiðindi og illindi vera mest rekin af fólki sem ekki býr hérna. Ég verð að segja það alveg eins og er. Fólkið sem setti rassgatið í sveitarfélagið á unglingsaldri, það er mest það, það er langháværasti hlutinn,“ segir Guðlaugur. Oddvitinn er sakaður um óeðlileg samskipti við virkjunaraðila. „Það hafa komið fram upplýsingar, bara núna síðast í blöðum, þar sem er lýst samskiptum oddvita og Vesturverks. Og ég held að þau tali fyrir sig sjálf. Ég þarf svo sem ekki að hafa neina sérstaka skoðun á því,“ segir Ólafur Valsson, dýralæknir og kaupmaður í Norðurfirði.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, segist ekki trúa öðru en að það grói um heilt. Fólk í Árneshreppi verði að hjálpast að.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er búin að fara fram alveg gríðarleg lúsaleit, - bara aumkunarverð lúsaleit, finnst mér,“ segir Guðlaugur. „Það er eitthvað fólk búið að ólmast á oddvita hér í allan vetur um að fá öll samskipti við alla sent til sín í tölvupósti. Ég er ekki að segja, - það er sjálfsagt ekkert neitt að fela, - en ég meina: Þetta er bara ótrúlegt. Oddviti hefur nánast ekkert getað gert neitt annað í vetur.“ „Gróa um heilt? Ég trúi nú ekki öðru. Ég hef ekki trú á öðru, auðvitað grær um heilt. Fólk hér verður að hjálpast að,“ segir Ólafur. „Við hérna í sveitinni, ef við þurfum að gera eitthvað saman þá mætum við bara saman og gerum það. Þetta fólk sem er að flytja lögheimilið sitt svona á þennan hátt norður, þetta fólk er ekki að fara að taka þátt í því sem við erum að gera, að reka samfélagið hér,“ segir Guðlaugur.Frá Norðurfirði í Árneshreppi. Kaupfélagshúsið fyrir miðri mynd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Ef það bilar vatnsveita hér, þá mætum við bara með skóflurnar okkar. Og ég veit að þetta er bara eitthvað fólk sem vefur náttsloppunum bara aðeins fastar utan um sig í staðinn fyrir að koma með skóflurnar sínar. Ef það bilar vatnsveita hérna í kaupfélaginu, eða í höfninni, þá mætum við hreppsnefndarmenn og fleiri til þess að gera við það. Ef það fýkur þak, þá mætum við allir til þess að laga það. Þetta er ekki fólk sem er að fara að hjálpa okkur við þessa hluti,“ segir Guðlaugur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Neitar því að Vesturverk hafi svarað fyrir Árneshrepp Umhverfissamtökin Rjúkandi birtu í dag tölvupóstsamskipti oddvita Árneshrepps og stjórnenda Vesturverks vegna Hvalárvirkjunar. 20. maí 2018 20:15