Sveitarstjórnir tefja uppbyggingu íbúða Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Fólk getur þurft að bíða í allt að tvö ár eftir niðurstöðu úrskurðar- og auðlindamála. Sá biðtími bætist þá við tímann sem sveitarfélögin taka sér í að leysa úr hinum ýmsu skipulags- og byggingarmálum. Vísir/eyþór Samtök iðnaðarins gagnrýna hæga málsmeðferð sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum í nýrri úttekt. Hæg afgreiðsla mála getur staðið í vegi fyrir íbúðauppbyggingu sem er eitt stærsta málið í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framkvæmdir tefjast og því fylgir kostnaður. „Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að þessu verði breytt hjá borginni. Þetta er eitt af því sem hefur tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni og valdið kostnaði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að hægt væri að flýta afgreiðslu mála með því að einfalda kerfið. „Kerfið er orðið svo flókið, málin fara á milli svo margra aðila. Betra væri að minnka kerfið og að það yrði rafrænt,“ segir hann. „Þetta endar allt á fólkinu sem er að kaupa íbúðir,“ segir Eyþór um kostnaðinn sem hlýst af þessum töfum. „Laga- og reglugerðarumhverfið er mjög flókið og það má bæta,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, um ástæður þess að málin dragist. „Við höfum gert tillögur um hvernig er hægt að stytta þennan tíma.“ Aðspurður hvers vegna tillögurnar hafa ekki náð fram að ganga í ljósi þess að flokkur hans hefur verið lengi í meirihluta segir Dagur að ástæðurnar liggi annars staðar. „Vegna þess að þær þurfa að fara í gegnum Alþingi og ríkisstjórnir og það hafa verið nokkuð ör ríkisstjórnarskipti sem hefur ekki hjálpað. Til dæmis kom húsnæðissáttmálinn fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Dagur og vísar þar í sáttmála um húsnæðismál með fjórtán aðgerðum til að bregðast við vandanum á húsnæðismarkaðnum. Í sáttmálanum var kallað eftir tillögunum sem Dagur minnist á. „Það er ekki ljóst hvaða umbótamál þessi ríkisstjórn hyggst halda áfram með,“ bætir hann við.Eyþór Arnalds og Dagur B. EggertssonVísirUm áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði, samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt lögum skal nefndin að jafnaði kveða upp úrskurði sína innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast en innan sex mánaða í viðamiklum málum. Málsmeðferðartíminn hefur þó farið yfir tvö ár og er að meðaltali eitt ár, samkvæmt úttektinni. Nefndin fjallar um skipulags- og byggingarmál og þangað geta einstaklingar eða fyrirtæki leitað ef þeim finnst afgreiðsla hjá sveitarstjórnum, sem fara með skipulagsvald, ekki vera fullnægjandi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þessi málsmeðferðarhraði geti hæglega haft áhrif á byggingarhraða íbúðarhúsnæðis með tilheyrandi kostnaði. „Við þurfum að hafa það í huga að þessi nefnd er til dæmis að úrskurða í mjög stórum málum er varða mat á umhverfisáhrifum og svo á sama tíma er kannski einhver sem vill setja svalir eða kvist á húsið hjá sér og hann getur þurft að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu í sitt mál,“ útskýrir Sigurður. Þetta væri ef til vill ekki vandamál ef málsmeðferðin hjá sveitarstjórnum væri í lagi. „En málin þar eru að dragast fram úr hófi og í öðru lagi eru þar oft sett ýmis skilyrði eða skorður sem binda hendur framkvæmdaaðila,“ segir hann.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsfréttablaðið/stefánSigurður bendir á að Bjarg íbúðafélag hafi fengið úthlutaða lóð í Hafnarfirði. „Deiliskilmálar sem sveitarfélagið setti voru svo strangir og sveitarfélagið setti það miklar kvaðir á útlit hússins, efnisval og annað að Bjarg treysti sér ekki til þess að byggja hagkvæmt húsnæði með því að uppfylla þessi skilyrði og skilaði að endingu lóðinni,“ segir Sigurður. Ferlið sé þungt nú þegar og þessi langi meðferðartími úrskurðarnefndarinnar tefji það enn meira, með tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bjargi íbúðafélagi hafði félagið fengið lóð í Skarðshlíð sem var skilað vegna þess að skilmálar hentuðu ekki verkefni félagsins. Félagið hefur fengið vilyrði frá Hafnarfirði fyrir lóð á öðrum stað í bænum. Sigurður bendir á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi haft afskipti af málinu og beint því til stjórnvalda að grípa til úrræða. Þá benda Samtök iðnaðarins á að ein af forsendum þess að lækka byggingarkostnað og vinna á vandanum á íbúðamarkaði sé skilvirkt eftirlit, að leikreglur séu skýrar og úrlausn ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú þegar útlit er fyrir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á landinu öllu til ársins 2040. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Samtök iðnaðarins gagnrýna hæga málsmeðferð sveitarfélaga í skipulags- og byggingarmálum í nýrri úttekt. Hæg afgreiðsla mála getur staðið í vegi fyrir íbúðauppbyggingu sem er eitt stærsta málið í komandi sveitarstjórnarkosningum. Framkvæmdir tefjast og því fylgir kostnaður. „Ég held að það sé bráðnauðsynlegt að þessu verði breytt hjá borginni. Þetta er eitt af því sem hefur tafið uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni og valdið kostnaði,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hann segir að hægt væri að flýta afgreiðslu mála með því að einfalda kerfið. „Kerfið er orðið svo flókið, málin fara á milli svo margra aðila. Betra væri að minnka kerfið og að það yrði rafrænt,“ segir hann. „Þetta endar allt á fólkinu sem er að kaupa íbúðir,“ segir Eyþór um kostnaðinn sem hlýst af þessum töfum. „Laga- og reglugerðarumhverfið er mjög flókið og það má bæta,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, um ástæður þess að málin dragist. „Við höfum gert tillögur um hvernig er hægt að stytta þennan tíma.“ Aðspurður hvers vegna tillögurnar hafa ekki náð fram að ganga í ljósi þess að flokkur hans hefur verið lengi í meirihluta segir Dagur að ástæðurnar liggi annars staðar. „Vegna þess að þær þurfa að fara í gegnum Alþingi og ríkisstjórnir og það hafa verið nokkuð ör ríkisstjórnarskipti sem hefur ekki hjálpað. Til dæmis kom húsnæðissáttmálinn fram í síðustu ríkisstjórn,“ segir Dagur og vísar þar í sáttmála um húsnæðismál með fjórtán aðgerðum til að bregðast við vandanum á húsnæðismarkaðnum. Í sáttmálanum var kallað eftir tillögunum sem Dagur minnist á. „Það er ekki ljóst hvaða umbótamál þessi ríkisstjórn hyggst halda áfram með,“ bætir hann við.Eyþór Arnalds og Dagur B. EggertssonVísirUm áramót höfðu 22% þeirra mála sem biðu afgreiðslu hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála beðið í meira en 18 mánuði, samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins. Samkvæmt lögum skal nefndin að jafnaði kveða upp úrskurði sína innan þriggja mánaða frá því að málsgögn berast en innan sex mánaða í viðamiklum málum. Málsmeðferðartíminn hefur þó farið yfir tvö ár og er að meðaltali eitt ár, samkvæmt úttektinni. Nefndin fjallar um skipulags- og byggingarmál og þangað geta einstaklingar eða fyrirtæki leitað ef þeim finnst afgreiðsla hjá sveitarstjórnum, sem fara með skipulagsvald, ekki vera fullnægjandi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þessi málsmeðferðarhraði geti hæglega haft áhrif á byggingarhraða íbúðarhúsnæðis með tilheyrandi kostnaði. „Við þurfum að hafa það í huga að þessi nefnd er til dæmis að úrskurða í mjög stórum málum er varða mat á umhverfisáhrifum og svo á sama tíma er kannski einhver sem vill setja svalir eða kvist á húsið hjá sér og hann getur þurft að bíða í tvö ár eftir niðurstöðu í sitt mál,“ útskýrir Sigurður. Þetta væri ef til vill ekki vandamál ef málsmeðferðin hjá sveitarstjórnum væri í lagi. „En málin þar eru að dragast fram úr hófi og í öðru lagi eru þar oft sett ýmis skilyrði eða skorður sem binda hendur framkvæmdaaðila,“ segir hann.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarinsfréttablaðið/stefánSigurður bendir á að Bjarg íbúðafélag hafi fengið úthlutaða lóð í Hafnarfirði. „Deiliskilmálar sem sveitarfélagið setti voru svo strangir og sveitarfélagið setti það miklar kvaðir á útlit hússins, efnisval og annað að Bjarg treysti sér ekki til þess að byggja hagkvæmt húsnæði með því að uppfylla þessi skilyrði og skilaði að endingu lóðinni,“ segir Sigurður. Ferlið sé þungt nú þegar og þessi langi meðferðartími úrskurðarnefndarinnar tefji það enn meira, með tilheyrandi kostnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Bjargi íbúðafélagi hafði félagið fengið lóð í Skarðshlíð sem var skilað vegna þess að skilmálar hentuðu ekki verkefni félagsins. Félagið hefur fengið vilyrði frá Hafnarfirði fyrir lóð á öðrum stað í bænum. Sigurður bendir á að ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hafi haft afskipti af málinu og beint því til stjórnvalda að grípa til úrræða. Þá benda Samtök iðnaðarins á að ein af forsendum þess að lækka byggingarkostnað og vinna á vandanum á íbúðamarkaði sé skilvirkt eftirlit, að leikreglur séu skýrar og úrlausn ágreiningsmála hröð. Ekki síst nú þegar útlit er fyrir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir á landinu öllu til ársins 2040.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kosningar 2018 Tengdar fréttir Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00 Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Fasteignaskattar jukust um 6,1 milljarð Ætla má að árlegar tekjur sveitarfélaga af fasteignaskatti hafi aukist um 6,1 milljarð króna á milli áranna 2013 og 2017. 23. maí 2018 06:00
Bankaskatturinn bitnar á fyrstu kaupendum Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. 23. maí 2018 06:00