Eldgosið í Eyjafjallajökli hið frægasta síðustu áratuga Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Gosið í Eyjafjallajökli hafði áhrif á um sex prósent heimsbyggðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR fbl/PJETUR Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Í dag eru átta ár liðin frá því að eldgosinu í Eyjafjallajökli lauk. Talið er að um sex prósent heimsbúa hafi orðið fyrir áhrifum eða óþægindum af einhverju tagi vegna gossins. Eldgosið var sennilega meiri landkynning en nokkur auglýsingaherferð hefði skilað landinu Eldgosið í Eyjafjallajökli lendir ekki í flokki stórgosa en það sem var óvenjulegt var að öskugosið stóð yfir í lengri tíma eða næstum sex vikur. Áhrifin af gosinu voru víðtæk og það var erfitt fyrir fólk sem bjó nærri jöklinum, bændur og aðra. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. „Eldgosið í Eyjafjallajökli olli fólki sem bjó í grennd við jökulinn, einkum undir Eyjafjöllum, í Mýrdalnum og víðar, miklum óþægindum og erfiðleikum. Þetta var ekki þægilegur tími og óvissa var um framhaldið á meðan á gosinu stóð og hversu miklar skemmdir yrðu í kjölfarið,“ segir Magnús. Eyjafjallajökull er sjötti stærsti jökull landsins. Undir jöklinum er eldkeila þar sem hefur gosið fjórum sinnum síðan land byggðist, eða árin 920, 1612, 1821 og svo 2010, og flokkast öll fremur lítil nema gosið 2010 sem var þeirra mest og telst í meðallagi. „Hvað varðar eldfjallafræði og áhrif á flugumferð og því um líkt, þá er þetta frægasta eldgos síðustu áratuga. Það var hægt að gera svo mikið og rannsaka mikið þar sem gosið stóð yfir svo lengi. Svo hafði það áhrif á ótrúlega marga og það muna flestir eftir þessum tíma. Þetta er eina eldgosið sem hefur haft bein áhrif sem um munar í Evrópu síðan í Skaftáreldunum.“ Farþegaflug lagðist niður að mestu í fimm heila sólarhringa og meira en 100.000 áætlunarferðum var aflýst. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu mikið um eldgosið og var það heldur skoplegt að fylgjast með þeim reyna að bera fram nafn jökulsins, en það tók á sig ansi skrautlegar myndir. Viðmælendur í fjölmiðlum urðu ýmist öskuillir yfir því hversu mikið eldgosið raskaði ferðum þeirra á meðan öðrum fannst eldgosið og Ísland forvitnilegt. Óttast var að ferðamenn myndu ekki hætta sér til landsins vegna gossins sem hefði ekki komið sér vel. „Reyndin varð hins vegar þveröfug og það var upp úr því sem að ferðamannastraumurinn fór virkilega af stað. Áhrif af gosinu á Ísland eru mikil sem endaði með að vera stærri auglýsing fyrir landið en hægt væri að búa til og ferðamenn hófu að flykkjast til Íslands,“ segir Magnús. „Það er ekkert víst að þetta hefði orðið svona ef gosið hefði ekki orðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira