Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 23:47 Peterson hefur meðal annars vakið athygli fyrir að þvertaka fyrir að nota persónufornöfn sem intersexfólk kýs að nota um sig. Vísir/Getty Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59