Segir samfélagið þurfa að tryggja körlum eiginkonur Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2018 23:47 Peterson hefur meðal annars vakið athygli fyrir að þvertaka fyrir að nota persónufornöfn sem intersexfólk kýs að nota um sig. Vísir/Getty Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn. Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson sem er væntanlegur til Íslands segir að samfélagið verði að tryggja karlmönnum eiginkonur til að koma í veg fyrir að þeir gerist ofbeldishneigðir. Þvingað einkvæni sé lausnin við ofbeldisverkum eins og því sem átti sér stað í Toronto á dögunum. Peterson er umdeildur en málflutningur hans gengur meðal annars út á að samfélagsskipan á vesturlöndum hafi verið betri upp úr miðri síðustu öld þegar minna jafnrétti var á milli kynjanna. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu í næsta mánuði. Kenningar hans hafa hlotið hljómgrunn hjá hópi karlmanna sem telur að karlmennskunni sé ógnað í nútímasamfélagi. Í viðtali við New York Times sem birtist um helgina og vakið hefur athygli ræðir Peterson meðal annars um ungan mann sem drap tíu manns með bíl sínum á götum Toronto í apríl. Árasarmaðurinn skilgreindi sig sem hluta af kvenfjandsamlegri hreyfingu karlmanna sem telja sig búa við skírlífi gegn vilja sínum. Peterson segir við bandaríska blaðið að árásir eigi sér stað þegar karlmenn eigi sér ekki maka. Samfélagið þurfi að tryggja að þeir menn giftist. „Hann var reiður út í guð vegna þess að konur höfnuðu honum. Lausnin við því er tilneytt einkvæni. Það er raunverulega ástæðan fyrir því að einkvæni kemur fram,“ segir Peterson um árásarmanninn í Toronto í viðtalinu. Með því að þvinga fólk til einkvænis sé hægt að koma í veg fyrir að einhleypir karlmenn hneigist til ofbeldis. Að öðrum kosti sæki konur aðeins í karlmenn í hæstu stöðunum og telur Peterson að hvorugt kynið yrði ánægt með það til lengri tíma litið. Fjölmiðlar hafa greint frá því að framhaldsskólanemi sem skaut tíu manns til bana í skóla sínum í Texas á föstudag hafi framið voðaverkin vegna þess að stúlka sem hann hafði áhuga á hafði hafnað honum. Stúlkan var ein þeirra sem hann skaut til bana. Peterson spáði hruni jafnlaunavottunar á Íslandi í viðtali við áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í síðasta mánuði. Fullyrti hann að það væri tæknilega ómögulegt að leysa vandamálið með þessum hætti og að launamunur kynjanna væri ekki endilega tilkominn vegna kynferðis.Viðbót 21. maí klukkan 12:20Síðan greinin í New York Times birtist, sem fréttin að ofan byggir á, hefur Peterson brugðist við henni á heimasíðu sinni. Þar segir hann meðal annars að hann leggi ekki til að einkvæni verði komið á með lögum. Samfélagsleg breyting sem leiði til einkvænis eigi þó að minnka ofbeldi gegn konum og reyndar allt ofbeldi. Þau sem vilji af fullri alvöru minnka ofbeldi gegn konum eigi að hugsa sig tvisvar um áður en þau útiloki samfélagslega breytingu í átt til einkvænis sem mögulega lausn.
Tengdar fréttir Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30 Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Sjá meira
Kynferðisleg gremja kann að hafa plagað árásarmanninn Skömmu áður en bíl var ekið á gangandi vegfarendur í Toronto, með þeim afleiðingum að 10 létu lífið og 14 særðust, birtist óhugnaleg færsla á Facebook-vegg Alek Minassian, mannsins sem grunaður er um ódæðið. 25. apríl 2018 07:30
Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Fyrrverandi félagsmálaráðherra segir áströlskum fréttaskýringarþætti að jafnlaunavottun sé ekki ógn við karlmenn heldur skref í átt að réttlátara samfélagi. 30. apríl 2018 07:59